Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
HORFT TIL FRAMTÍÐAR
skrifstofunám
„Það skipti
heilmiklu fyrir mig“
Elsa Dóra Gunnarsdóttir var með grunnskólapróf og vann
í söluturni þegar hún hóf nám við tölvuskólann isoft –
þekking haustið 2007 en hún skráði sig í skrifstofunám.
„Þetta nám hentar öllum,“ segir hún en námið stóð yfir í
eina önn.
á meðal þess sem var kennt var Windows-
tölvugrunnur, skjalavarsla, Word, Excel, PowerPoint
glærukynningar, verslunarreikningur, bókhaldsgrunnur,
tölvubókhald,
tollskýrslugerð og
tjáning og framkoma.
Elsa Dóra fékk
diplóma í janúar í
fyrra. Hún vinnur
nú hjá Betware
þar sem hún er í
móttökunni auk
þess að aðstoða
fjármálastjóra og
bókara fyrirtækisins.
„Það skipti
heilmiklu fyrir mig að
fara í þetta nám en
það býður að mörgu
leyti upp á öryggi á
vinnumarkaði. Þá
var mjög þroskandi
að stíga þetta
skref úr sjoppunni
og yfir í svona stórt fyrirtæki eins og Betware er; mér
þótti þó ekki leiðinlegt að vinna í sjoppunni en mig
vantaði eitthvað nýtt í lífið. mér finnst nýja starfið þó
virðingarmeira gagnvart sjálfri mér og meira krefjandi.“
Elsa Dóra hefur hug á að sækja frekara nám hjá
sama skóla.
Elsa Dóra Gunnarsdóttir. „Þá var
mjög þroskandi að stíga þetta
skref úr sjoppunni og yfir í svona
stórt fyrirtæki eins og Betware
er; mér þótti þó ekki leiðinlegt að
vinna í sjoppunni en mig vantaði
eitthvað nýtt í lífið.“
margir eru í atvinnuleit á Íslandi
og margir um hvert laust starf.
Gott er að undirbúa sig vel fyrir
atvinnuviðtal. Gylfi Dalmann
Aðalsteinsson, dósent í mann-
auðsstjórnun við Háskóla Íslands,
segir að umsækjandi þurfi að
vera reiðubúinn að svara ýmsum
persónulegum spurningum, sem
meðal annars geta snúið að
styrkleikum og veikleikum viðkom-
andi, menntun og reynslu.
„stundvísi og kurteisi er gulls
ígildi. framkoma skipti miklu máli,
þéttingsfast handtak í upphafi
segir heilmikið og það sama má
segja um klæðaburð og snyrti-
mennsku.
mikilvægt er að tala ekki nei-
kvætt um fyrrverandi vinnuveit-
enda eða vinnufélaga því sjaldan
veldur einn þá tveir deila. Þá er
mikilvægt að kynna sér vel fyr-
irtækið og stöðuna sem verið er
að ráða í. Jákvæðni og áhuga-
semi um starfið og fyrirtækið
getur ráðið úrslitum. mikilvægt er
fyrir umsækjendur sjálfa að spyrja
réttu spurninganna; launaliðurinn
má ekki vera rauði þráðurinn
heldur starfið sjálft og starfsþróun
í kringum það.“
Gylfi bendir á að við ráðningu
sé gjarnan stuðst við margar
aðferðir svo sem persónuleika-
próf, vinnusýnishorn, matsmið-
stöðvar og meðmæli.
„Algengasta aðferðin eru svo-
kölluð stöðluð viðtöl. Þau geta
annars vegar byggst á hegðunar-
tengdum viðtölum þar sem litið
er til fortíðar þar sem gengið er
út frá því að frammistaða í fyrra
starfi geti spáð ágætlega fyrir
frammistöðu í framtíðinni. með
aðstæðubundnum viðtölum er
hins vegar verið að líta til fram-
tíðar og umsækjandi beðinn
um að svara eða leysa úr hugs-
anlegum aðstæðum sem geta
komið upp. Því hefur stundum
verið haldið fram að sá sem ann-
ast ráðningu taki ákvörðun um
slíkt á fyrstu 30–60 sekúndum
ráðningarviðtals.“
ráðninGArviðtöl
Jákvæðni og áhugi
geta ráðið úrslitum
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. „Stundvísi og kurteisi er gulls ígildi.
Framkoma skiptir miklu máli, þéttingsfast handtak í upphafi segir heil-
mikið og það sama má segja um klæðaburð og snyrtimennsku.“