Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 74

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 Múlalundur hóf starfsemi sína 2. maí 1959 og verður fyrirtækið því hálfrar aldar gamalt í vor. Um var að ræða fyrstu vinnustofuna fyrir öryrkja og það var vilji allra að gera Múlalund sem best úr garði svo að hann næði tilgangi sínum. „Markmiðið er ekki endilega að reka fyrirtækið með hagnað í huga,“ segir Helgi Kristófersson, framkvæmdastjóri, „heldur til að skapa sem flestum vinnu sem ekki ganga heilir til skógar. Hér komast færri að en vilja og biðlistinn er því langur. Mikil endurhæfing er fólgin í að geta stundað vinnu við sitt hæfi og þess eru mörg dæmi að starfsmenn hafi náð fullum bata og ráðið sig til starfa á almennum markaði. Múlalundur skilar þjóðinni því miklum fjármunum þegar upp er staðið. Það er gjarna horft til þess hve mikið fé sé lagt í slíka starfsemi en erfiðara að meta hve miklu það skilar þótt það megi sjá í mörgu öðru en krónum og aurum.“ Fjölbreytt framleiðsla í sífelldri þróun „Framleiðsluvörur Múlalundar eru afar fjölbreyttar. Að auki flytur fyrirtækið inn ýmsar vörur til skrifstofuhalds og oft eru það hálfunnar vörur sem henta vel til fullvinnslu í fram- leiðslunni. Eglu-bréfabindin fara trúlega víðast og eru hvað þekktust. Meðal annarra fram- leiðsluvara má nefna lausblaða- bækur, dagatöl, myndaalbúm, glærar kápur og hulstur, ráð- stefnu- og fundamöppur og þannig mætti áfram telja. Þar er að finna margt það sem heim- ili, fyrirtæki og stofnanir þurfa á að halda til að flokka og halda til haga pappírum og öðrum gögnum. Múlalundur hefur reynt að svara kröfum mark- aðarins og aukin eftirspurn hefur kallað á aukið vöruúrval. Meðal þess sem mikil aukning er á í dag eru sérprentaðar laus- blaðamöppur úr pappa þar sem viðskiptavinurinn getur valið um fjögurra lita prentun og útlit sem setur hugarfluginu engin takmörk, t.d. landslagsmynd eða mynd af einstökum vörum. Það má þakka stærstan hluta söluaukningar Múlalundar um þessar mundir slíkum möppum sem fyrirtæki panta fyrir ráð- stefnur, til að markaðssetja vörur eða ákveðna þjónustu. Fyrir ráðstefnur eru framleidd barmmerki í Múlalundi og oft boðið upp á að raða nöfnum í þau eftir óskum viðskiptavin- arins. Þá er borðdagatal Múla- lundar úr pappír með undirlagi góður kostur fyrir þá sem vilja hafa góða yfirsýn yfir verkefni mánaðarins og það er hægt að sérmerkja, ef vill. Síðast en ekki síst má geta þess að Múlalundur sendir viðskiptavinum sínum pantaðar vörur þeim að kostn- aðarlausu á öllu höfuðborg- arsvæðinu.“ Veljum íslenskt – líka ráðherrar ... „Þegar íslensk vara er valin, eins og frá Múlalundi, skilar það sér margfalt til þjóðfélagsins. Hagfræðilega séð rúlla þeir peningar sem nýttir eru til kaupa á vöru í Múlalundi mörgum sinnum í gegnum þjóðfélagið. Nú um þessar mundir er mikil áhersla lögð á að fólk kaupi íslenskar vörur. Svo sjáum við sjónvarpsviðtöl við ráð- herra á skrifstofum þeirra og þá reynast oft á tíðum ekki allar möppur íslenskar sem ekkert er múlAlunDur Fjölbreytt framleiðsla í sífelldri þróun Helgi Kristófersson, framkvæmdastjóri Múlalundar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.