Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 81

Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 81
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 81 VR hefur tekið höndum saman við nokkra stóra og reynda aðila og býður atvinnulausum félagsmönnum sínum fjölmarga valkosti í námi, hreyfingu og ráðgjöf til að skapa þeim möguleika á að skipuleggja daginn, vikuna eða jafnvel lengri tíma, allt eftir þörfum hvers og eins, að sögn Jóhönnu E. Vilhelmsdóttur, verkefnastjóra félagsins. Á annað þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá hjá VR og afar brýnt að koma til móts við þarfir þeirra í því erfiða efnahagsástandi sem nú ríkir. Hjá VR eru m.a. í boði ókeypis námskeið, fræðsla eða afþreying í ýmsu formi, ókeypis orlofshús virka daga og líkamsrækt á góðum kjörum. „Við erum með sérstaka hádegisfyrirlestra sem standa öllum félagsmönnum opnir og eru þeir haldnir vikulega í febrúar og mars. Einnig veitum við félagsmönnum kvöldráðgjöf alla þriðjudaga í febrúar þar sem rætt er um kjara- og atvinnumál. Fólk fær aðstoð við að semja ferilsskrá sem er nauðsynlegur undirbúningur undir það að sækja um nýja vinnu. Þar er einnig veitt lögfræði- og sálfræðiráðgjöf og fólki gefinn kostur á einstaklingsviðtölum,“ segir Jóhanna. Úr mörgu er að velja Mikill fjöldi hefur að undanförnu sótt námskeið í Opna háskólanum í Reykjavík, að sögn Jóhönnu, og fólk jafnvel tekið 4-8 námskeið. Hjá Mími gefst atvinnulausum félagsmönnum VR kostur á að sækja ýmis námskeið, sum námskeið eru þeim að kostnaðarlausu en önnur eru niðurgreidd allt að 75% úr starfsmenntasjóði. Menn fá líka styrk til að stunda líkamsrækt og í vetur hefur atvinnulausum verið boðið að nota orlofshús félagsins virka daga sér að kostnaðarlausu. Hlutverkasetrið, sem er til húsa á Laugavegi 26, Grettisgötu- megin, hefur upp á margt skemmtilegt og uppbyggilegt að bjóða. Til dæmis má læra á Photoshop, spreyta sig á leiklist, stunda hreyf- ingu o.m.fl. Súpa og brauð eru í boði í hádeginu. Hægt er að ganga inn í þetta starf hvenær sem er. Þá er farið í gönguferðir út frá setr- inu fjórum sinnum í viku. Þeir sem koma í Hlutverkasetrið finna fljótt að þar er afslappað andrúmsloft og ánægja ríkjandi. Vilja reyna að virkja fólk frá fyrsta degi Jóhanna segir hættu á að þunglyndi sæki á fólk sem hefur misst vinnuna. VR vilji leggja sitt af mörkum til að aðstoða félagsmenn sína við að finna verkefni við sitt hæfi og ekki síður félagsskap. „Við viljum ná til einstaklinga um leið og þeir eru að detta út af vinnu- markaði, reyna að virkja þá eins og hver dagur sé vinnudagur. VR nær til alls höfuðborgarsvæðisins, Akraness, Vestmannaeyja, Húsa- víkur og Egilsstaða og á þessum stöðum er m.a. boðið upp á líkams- rækt og fleira,“ segir Jóhanna að lokum. VR vill sýna fólki að þegar einar dyr lokast opnast aðrar og víða leynast tækifæri. Margt í boði fyrir atvinnulausa félaga VR vr Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, verkefnastjóri hjá VR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.