Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 86

Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 F lestir eru á einu máli um gildi mennt-unar, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Menntun er virði í sjálfu sér. Hún er óháð hagvexti og því skyn- samleg fjárfesting hvernig sem árar. Mímir-símenntun er fyrirtæki sem starfar á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmennt- unar. Meginmarkmið þess er að bjóða upp á nám fyrir fullorðna, þróa námsleiðir og hvetja fólk á vinnumarkaði til símenntunar og starfsþróunar. „Hlutverk okkar hjá Mími er að virkja þekkingu og reynslu einstaklinga í þágu þeirra sjálfra og samfélagsins í heild. Við sinnum fólki á vinnumarkaði, þar með töldum þeim sem eru í atvinnuleit,“ segir Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis. „Það er áfall að missa vinnuna og fólk þarf tíma til að komast yfir það. Flestir ganga í gegnum sorgarferli fyrst á eftir en síðan kemur uppbyggingarfasinn. Þá er Mímir góður valkostur. Fullorðið fólk á vinnumarkaði getur komið í Mími og fengið ókeypis náms- og starfsráðgjöf um formlegt eða óformlegt nám sem og áhuga- sviðspróf. Fólk pantar einfaldlega tíma hafi það ekki þegar gert upp við sig hvernig það vill nýta kraft sinn og orku til að byggja sig upp.“ Tungumálaáhuginn aldrei meiri „Hjá Mími eru kennd 17 erlend tungumál í litlum hópum eða einkatímum. Norskan er vinsælli nú en áður, enda sér fólk atvinnu- tækifæri í Noregi og vill því styrkja sig í málinu. Útlendingar eru líka duglegir að bæta við íslenskukunnáttuna, bæði þeir sem enn halda vinnunni og hinir sem eru atvinnulausir. Þeir vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum og við leggjum áherslu á að vera þeim til aðstoðar. Á einni önn hefur t.d. verið hér fólk af 80–90 þjóðernum,“ segir Hulda. Sérstaka athygli vekur hvað fólk hefur sýnt mikinn áhuga á öllu sem viðkemur heimilisiðnaði í Mími, saumum og prjóna- skap, og eins myndlist og textaskrifum. Hulda segir námskeiðin góða leið fyrir fólk til að gera eitthvað skemmtilegt og bætir við: „Það má ekki gleyma því að námið er líka félagsleg athöfn.“ Starfstengt nám styrkir stöðu fólks Margs konar starfstengt nám er í boði hjá Mími, hugsað fyrir fólk með stutta form- lega skólagöngu. Nám í jarðlagnatækni hefur verið eftirsótt og er fyrir einstaklinga sem vinna fyrir veiturnar við lagnir í götur og að húsum. Námið gefur ákveðin réttindi sem styrkir stöðu við- komandi á vinnumark- aðinum. „Námskeið fyrir lesblinda eru líka eftirsótt og við hvetjum fólk til að nota þennan tíma til að fá aðstoð á þessu sviði.“ Mímir auglýsir námskeið í upphafi hverrar annar en enginn ætti að láta það hefta sig þótt eitthvað sé liðið á önnina heldur leita upplýsinga, vilji hann kom- ast á námskeið. Fólk er skrifað niður og þegar nógu margir eru komnir á listann er námskeiðið einfaldlega sett af stað, að sögn Huldu Ólafsdóttur. Góður kostur til uppbyggingar Ekki er of seint að koma á námskeið hjá Mími. Ný námskeið eru sett upp ef eft- irspurn er fyrir hendi. Hulda Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Mímis. mímir - símenntun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.