Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 87
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 87
Þegar Magnús Pálsson, framkvæmdastjóri
viðskiptaþróunar og markaðsmála Byrs, er
spurður um eftirminnilegt námskeið úti á
landi nefnir hann námskeið sem hann og
félagi hans, Jóhann Ingi Gunnarsson, héldu
sumarið 1989 en Magnús starfaði þá sem
rekstrarráðgjafi.
„Við héldum stjórnendanámskeið í
Elliðaey á Breiðafirði og Flatey á Skjálfanda.
Áhersla námskeiðanna var að þjálfa
stjórnendur í að bregðast við óvæntum
aðstæðum.“ Sem dæmi má nefna að þátt-
takendur sem dvöldu í Flatey þurftu að
veiða sér til matar. „Við lentum í þvílíku
uppgripi af þorski.“ Það þurfti að gera að,
flaka og grilla fiskinn.
Magnús bendir á að á níunda áratugnum
hafi komið inn ný sýn á stjórnun, svo sem
að fylgjast kerfisbundið með þróun sam-
keppni, og aðferðir gæðastjórnunar voru að
ryðja sér hratt til rúms.
Hann segir að þátttakendur, sem voru
reyndir stjórnendur, hafi brugðist vel við
enda vanir ýmsum óvæntum aðstæðum í
starfi sínu. „Þeim gekk vel að bjarga sér
en úti í eyjunum lærðu menn á sjálfa sig,
hvernig viðbrögð þeirra voru við óvæntum
aðstæðum auk þess sem verið var að
þjappa liðsheildinni saman.“
Þátttakendur fengu raunhæf verkefni og
fræðigreinar til að lesa. Þeir höfðu síðan
stutta stund til að undirbúa sig í tengslum
við greinarnar og áttu að setja fróðleik úr
þeim í samhengi við framtíðarsýn sína og
hvaða aðstæður gætu skapast á næstu
árum í fyrirtækjum þeirra.
Þegar Magnús er spurður hvað hann
sjálfur hafi lært af þessum námskeiðum
segir hann: „Að ég þarf að minna sjálfan
mig á hve sjóveikur ég verð og hvað
stjórnun snýst óendanlega mikið um að
þekkja sjálfan sig.“
ÞJÁlFun í tJÁnInGu:
Að tjá sig af einlægni og gleði
Edda Björgvinsdóttir leikkona var á
sínum tíma beðin um að leiðbeina á
„Rekspalar-námskeiðum“ sem ætluð
voru ríkisstarfsmönnum. Þau voru þannig
uppbyggð að þátttakendur skráðu sig á
tveggja vikna námskeið þar sem ýmsir
aðilar buðu upp á ólík viðfangsefni og
síðasta daginn hélt hún utan um það sem
kallað var „Þjálfun í tjáningu“.
„Ég hef síðan haldið fjölmörg
námskeið, meðal annars nokkur þar sem
tekið er á því hvað gott er að hafa í huga
þegar setið er fyrir framan sjónvarpsvélar.
Helsta gryfjan sem fólk fellur í er að það
verður stíft og óeðlilegt þegar kveikt er á
sjónvarpsvélunum.“
Þegar Edda er spurð hvað fólk, sem
þarf að koma fram í sjónvarpi, þurfi að
hafa í huga segir hún: „Besta setning
sem ég hef heyrt var frá kennara við BBC-
sjónvarpsstöðina í Englandi. Hann ráðlagði
fólki að steingleyma því að það væru
sjónvarpsvélar í gangi og einbeita sér að
því að tjá sig af einlægni og gleði.“
Fólk í ýmsum störfum hefur sótt nám-
skeið Eddu. „Ég kenni til dæmis fyrirles-
urum og leiðbeinendum þá tækni sem
leikarar hafa notað í gegnum aldirnar til að
flytja mál sitt lifandi og af öryggi. Ég hjálpa
feimnu fólki við að öðlast sjálfsöryggi og
ég býð upp á námskeið þar sem fjallað
er um það hvernig fólk getur reynt að
lifa heilbrigðara lífi – þó að það nenni því
ekki! Þá er „Samhristingur“ vinsælt nám-
skeið hjá fyrirtækjum sem vilja fá nokk-
urs konar hópefli í léttum dúr og svo eru
„Sjálfsstyrkingar- og gleðinámskeið“ afar
vinsæl.“
Edda Björgvinsdóttir, sem hér fer með hlut-
verk í leikritinu Fúlar á móti. „Helsta gryfjan
sem fólk fellur í er að það verður stíft og óeðli-
legt þegar kveikt er á sjónvarpsvélunum.“
EFtIRMInnIlEGt nÁMSkEIð útI Á lAndI
Að þekkja sjálfan sig
Magnús Pálsson. „Þeim gekk vel að bjarga
sér en úti í eyjunum lærðu menn á sjálfa sig,
hvernig viðbrögð þeirra voru við óvæntum
aðstæðum auk þess sem verið var að
þjappa liðsheildinni saman.“