Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 88
88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
Guðni ágústsson var 14 ára nem-
andi við héraðsskólann á laugarvatni
þegar hann hélt ræðu í fyrsta
skipti. hann fór þá í kappræður um
íþróttir við félaga sína. síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar og þær
eru margar ræðurnar sem Guðni
hefur flutt, svo sem á alþingi og á
ýmiss konar fundum og samkomum
– þingræður og ráðherraræður
ásamt alls konar tækifærisræðum.
„ræðumennska er ein aðalleið
stjórnmálamannsins til að koma
hugsunum sínum á framfæri og ná
til fólks.“
að ýmsu þarf að hyggja áður en
ræðumaður hefur mál sitt. Guðni
bendir á að huga þurfi að umhverfi
og aðstæðum, allt of sjaldan sé
hugað að lykilatriðum ræðumannsins
en að þar búi söngvarinn við meiri
umhyggju. ræðustóll, lýsing og
hljóðkerfi þurfa að vera í lagi en hann
segir að þessi atriði séu oft í ólagi.
„ræðan þarf að vera vel undir-
búin og flutningur frjálslegur, gott er
að tala út frá punktum en upplestur
slítur samband við salinn. Þá þarf
ræðumaðurinn að ná augnsambandi
við áheyrendur en augun eru spegill
sálarinnar.“
upphaf ræðunnar þarf að vera
markviss, ró og festa þarf að ein-
kenna ræðumanninn og hann þarf að
flytja mál sitt af ástríðu og hugsjóna-
eldi. Pólitísk ræða verður að byggja á
lausnum og fjalla um nútíð og fram-
tíð. einlægni ræðumannsins er mik-
ilvægur eiginleiki til að sjá og sigra
fundinn. illt umtal er löstur.
„hnyttni og gamansemi er góð
með en gamansemin þarf að koma
af sjálfu sér og prýða ræðuna.
röddin er hljóðfæri ræðumannsins
og þarf hún að vera óþvinguð; gott er
að nota sér blæbrigði raddarinnar til
áherslu og halda sig við aðalatriðin.
Þá skiptir máli hvernig ræðumaðurinn
ber sig og þarf ró og yfirvegun að ein-
kenna hann; látbragði ber að stilla í
hóf. einlægni er nauðsynleg og loka-
orð verða að vera hnitmiðuð.“
Guðni Ágústsson. ,,Hnyttni og gamansemi er góð í hófi en
gamansemin þarf að koma af sjálfu sér og prýða ræðuna.“
Galdurinn Við Góða ræðu
Augun eru spegill sálarinnar
Guðni ágústsson er vinsæll og eftirsóttur ræðumaður
á samkomum og árshátíðum. „Það hefur alltaf gefið mér
mikið og er skemmtilegasti hlutinn af starfi alþingis-
mannsins, að vera með fólkinu í landinu. Ég er bundinn
þjóðlegum fróðleik, húmor, glettni og sögum úr samtíðinni.
Ég hef alltaf fengið mikið af tilboðum um að vera heiðurs-
gestur og ávarpa. Það er gaman að takast á við þetta
svona í hófi. Það gefur mér heilmikið og svo lengir hlát-
urinn lífið. Það er gott að hlæja saman og finna til með
fólkinu í landinu.“
Þegar sigrún sigurðardóttir, framkvæmda-
stjóri hjá Congress iceland, er spurð hvað
þurfi að hafa í huga þegar halda á góða
ráðstefnu segir hún að fyrst og fremst
þurfi að vera gott kerfi til að halda utan um
ferilinn. í því sambandi nefnir hún skrán-
ingu þátttakenda á netinu, að þeir geti gert
breytingar ef á þarf að halda og á netinu
ættu að vera sem ýtarlegastar upplýsingar
um allt sem snýr að væntanlegum gestum.
má þar nefna sem dæmi gististaði sem
í boði eru, fyrirlestra og skoðunarferðir.
ráðstefnugestir þurfa að geta fengið sem
mestar upplýsingar fyrirfram þannig að þeir
komi vel undirbúnir.
allur aðbúnaður og umgjörð þarf að
vera góð. „Þeir sem sjá um ráðstefn-
una þurfa að hafa yfirsýn yfir þá sem
skrá sig, aðbúnaður þarf að vera góður,
hann þarf að mæta kröfum þátttakenda,
túlkaþjónusta þarf oft að vera til staðar,
gott sýningarsvæði ef um styrktaraðila
er að ræða sem þurfa að kynna vörur í
tengslum við ráðstefnuna. hljóðkerfi þarf
líka að vera gott, svo og önnur tækniþjón-
usta sem við á í hvert skipti. mikilvægt
er að boðskapur ráðstefnunnar skili sér
vel til fundargesta. Þá þarf að vera í
sambandi við góða samstarfsaðila eins
og hótel, rútufyrirtæki, matsölustaði og
aðra aðila sem selja þjónustu tengda ráð-
stefnum svo öll sú þjónusta sem snýr að
gestum sé fyrsta flokks.“
Sigrún Sigurðardóttir. ,,Þá þarf að vera í
sambandi við góða samstarfsaðila eins
og hótel, rútufyrirtæki, matsölustaði og
aðra aðila sem selja þjónustu tengdri ráð-
stefnum svo öll sú þjónusta sem snýr að
gestum sé fyrsta flokks.“
ráðstefnuhald
Góður aðbúnaður og umgjörð