Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 90

Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 HORFT TIL FRAMTÍÐAR Vinsælt er að halda fundi úti á landi og bendir Gunnar Jónatans- son, framkvæmdastjóri iBt, á að með því fáist meira næði en ella. „áreiti fer illa með suma stjórnendur auk þess sem ávinningur er meiri ef fundað er í næði. mesti ávinningurinn er að „tjúna sig niður“ og hugsa um ákveðna hluti sem erfiðara er að gera á vinnu- staðnum. fundir á vinnustöðum eiga það til að vera of stuttir en einn stærsti kosturinn við sveitarferð er að gefa sér tíma og taka ígrundaðar ákvarðanir.“ hjá sumum fyrirtækjum er utanaðkomandi aðili fenginn til að sjá um fundarhöld úti á landi en hjá öðrum sjá starfsmenn þess um skipulagið. „hafa þarf skýr markmið í huga fyrir vinnuferð út á land; hvað vill fólk fá út úr ferðinni? Því skýrari sem sýnin er því líklegra er að árangur náist.“ Gunnar segir að fólk þurfi að gæta sín á að hafa dagskrána ekki of þétta – hafa ekki of mörg og ólík mál í gangi. „senda má dagskrá fundarins til þátttakenda þar sem kemur fram hvað standi til, svo sem hvort um stefnumótunarfund sé að ræða eða hvort taka eigi fyrir einhvern málaflokk. Þá þarf ekki að upplýsa fólk um það þegar komið er á staðinn. svo er spurningin hvort dvelja eigi í sumarbústöðum eða á hóteli og hvort kaupa eigi skemmtiatriði. Gæta verður þess að keyrslan sé ekki of mikil þannig að fólk komi uppgefið til baka. hvað varðar veitingar þarf að velta fyrir sér hvort eigi að hafa áfengi um hönd á kvöldin, hvort t.d. eigi að hafa opinn bar í nafni fyrirtækisins. einnig þarf að velta fyrir sér hvort stefna eigi í aðrar áttir eftir að eiginlegum fundi er lokið, svo sem í útivist; vélsleða- ferðir eru vinsælar á veturna.“ Þegar kjartan Örvar, meltingarlæknir á st. Jósepsspítala, er spurður hver sé eftirminnilegasta ráðstefnan sem hann hefur sótt nefnir hann fyrstu ráðstefnuna sem hann sótti á læknaferli sínum. hún var haldin í san francisco árið 1986 en þangað fór hann ásamt fjórum félögum sínum og dvöldu þeir í borginni í 10 daga. Þess má geta að á þeim tíma starfaði kjartan sem deildarlæknir á landakoti. „aðaláherslan á ráðstefnunni var á almennar lyflækningar og hún var stór, mikil og góð. Ég var þarna frá átta á morgnana til sjö á kvöldin og gleypti allt í mig. Ég upplifði hvað bjó í framtíð- inni. Þá var upplifunin svo sterk um hve ísland væri lítil þjóð og hversu margt það væri sem við ættum eftir að gera á íslandi. hins vegar hefur það breyst. í san francisco kynntist ég fagmennsku og góðum fyrirlesurum. Þetta var gríðarleg upplifun.“ dvölin í san francisco varð til þess að kjartan ákvað að fara í framhaldsnám í Bandaríkjunum; í því sambandi nefnir hann vönduð vinnubrögð og gott skipulag á ráðstefnunni. „Þetta var uppspretta að framtíðinni.“ kjartan og félagar hans fjórir fóru út á lífið á kvöldin þegar fyr- irlestrum og sýningum lauk. „Það var stórkostlegt að upplifa san francisco. í því sambandi vil ég nefna veitingastaði, mikið af djass- búllum og góðan félagsskap. Þetta var upplifun í alla staði. Við félagarnir skemmtum okkur enn við sögur úr þessari ferð.“ eftirminnileG ráðstefna Uppspretta að framtíðinni fundir úti á landi Meira næði í sveitasælunni Gunnar Jónatansson. „Hafa þarf skýr markmið í huga fyrir vinnuferð út á land; hvað vill fólk fá út úr ferðinni? Því skýrari sem sýnin er, þeim mun líklegra er að árangur náist.“ Kjartan Örvar meltingarlæknir. „Í San Francisco kynntist ég fag- mennsku og góðum fyrirlesurum. Þetta var gríðarleg upplifun.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.