Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
„Tekjur skipta að öllu jöfnu
litlu máli,“ segir Ingólfur. „Við
leggjum megináherslu á að kenna
fólki að stýra útgjöldunum svo að
sem mest verði úr peningunum
sem það hefur á milli hand-
anna. Útgjöldum er skipt í þrjá
flokka: Afborganir lána, neyslu
og sparnað. Ráðgjöfin felst í að
fólk nái sem mestum árangri með
hvern þessara þriggja útgjaldaliða.
Spara.is hefur þróað hugbúnað,
Fjárhagskerfi heimilisins, sem
hjálpar fólki að stýra útgjöld-
unum, að greiða hratt niður lán
og spara með því tugi milljóna
í vexti og verðbætur með þeim
peningum sem fara nú þegar í
afborganir. Tilgangurinn með
útgjaldastýringunni er m.a. að
hafa gaman af að nota peningana
því að þá verður miklu meira úr
þeim en ella. Sparnaður er svo
skemmtilegasti útgjaldaliðurinn af
öllum og kannski sá mikilvægasti
um leið og hann er sá eini sem
getur stöðvað skuldasöfnun og
búið til meiri peninga. Í sparnaði
er nefnilega hægt að nota sömu
krónurnar mörgum sinnum.“
– En hvað geta þeir gert sem
missa vinnuna?
„Við atvinnuleysi eða annað
tekjuhrun verða lánastofnanir
og hið opinbera að heimila
frystingu afborgana, skuldbreyta
og fresta innheimtuaðgerðum
vegna vanskila. Ekki er hægt
að greiða af lánum ef hlutfall
afborgana fer skyndilega úr 30%
af ráðstöfunartekjum í 60% eða
þaðan af meira. Sá atvinnulausi
þarf og getur sjálfur stýrt vandlega
öðrum útgjaldaliðum en ég vara
fólk við að fara hina algengu
niðurskurðarleið. Bæði er að hún
virkar ekki nema í besta falli í
stuttan tíma og hún er afskaplega
leiðinleg. Loks fer hún afar illa
með hjónabandið. Í staðinn
legg ég áherslu á neyslustýringu
sem er árangursrík, varanleg og
lærdómsrík, ekki síst fyrir börn og
unglinga, og hún getur auk þess
verið skemmtileg.“
–Á fólk að reyna að greiða
niður myntkörfulánin
illræmdu?
„Nei, gengisforsendur eru
brostnar, ekki bara vegna
gengishruns íslensku krónunnar
heldur, og ekki síður, vegna
þess að það er ekki til neitt
markaðsgengi fyrir hana.“
Að mati Ingólfs eyðileggja
íslenska rússíbanahagkerfið, ofur-
vextir, atvinnuleysi og tveggja
stafa verðbólga öll góð fyrirheit og
gera fólki nánast ókleift að ráða
fram úr sínum málum. Einstakl-
ingsbundin ráðgjöf er nauðsynleg
þegar velja skal öruggustu ávöxt-
unarleiðina og skynsamlega eigna-
stýringu í kreppunni. Hið opin-
bera verður þó ekki síður að grípa
inn, líta á útgjaldahlið heimilanna
og frysta afborganir lána sem hafa
tvöfaldast og verðtryggingu sem
gerir fólk jafnvel eignalaust.“ Ingólfur H. Ingólfsson bendir á að fólk geti fengið fréttabréf
spara.is sent frítt til áskrifenda en þar er fjallað um mál sem
koma flestum fjölskyldum til góða varðandi fjármál þeirra.
Sparnaður skemmtilegasti og
mikilvægasti útgjaldaliðurinn
Tveir grunnþættir skipta mestu máli í
rekstri hvers heimilis, að mati ingólfs
H. ingólfssonar, framkvæmdastjóra
Spara.is., sem hefur leiðbeint fólki
sem vill losna úr skuldafjötrum. Þessir
grunnþættir eru viðhorfið til fjármála, og
þá peninga sérstaklega, sem og notkun
þeirra, þ.e.a.s. útgjöldin.
sPara.is