Frjáls verslun - 01.01.2009, Blaðsíða 99
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 99
s t j ó r n u n
Þau 5 hugtök af 19 sem stjórnendur þekktu best
1 Team Work (Hópvinna).
2 Strategic Planning (Stefnumótun).
3 Outsourcing (Úthýsing).
4 Total Quality Management – TQM. (Gæðastjórnun).
5 Benchmarking. (Samkeppnisviðmið)
Þau 5 hugtök af 19 sem stjórnendur notuðu mest
1 Team Work (Hópvinna).
2 Strategic Planning (Stefnumótun).
3 Customer Segmentation (Greining viðskiptavina).
4 Pay-for-Performance (Frammistöðutengt launakerfi).
5 Performance Appraisals (Frammistöðumat).
Þekking og notkun íslenska stjórnandans virðist allnokkur á þekktum hugtökum og aðferðum í stjórnun. Um helmingur stjórnenda virtist þekkja þessi hugtök og aðferðirnar vel og ef
þeir sem svöruðu vel eða nokkuð vel eru tekin saman voru það yfir
80% svarenda.
25% segjast nota hugtökin
Annan tón kveður við þegar spurt var um hve mikið þeir notuðu
þessi hugtök og aðferðir. Þótt enn sé það meirihlutinn sem segist
nýta þau eitthvað, eða 64%, þá er aðeins um fjórðungur stjórnenda
sem kveðst nota þau mikið.
Þekking ÍsLenska stjórnanDans Á hugtökuM?
Til þessa að meta marktækni listans sem mælitækis voru stjórnendurnir
beðnir um að nefna þau stjórnendahugtök og/eða aðferðir sem þeir
þekktu eða notuðu og ekki voru nefnd í könnuninni. Flest þeirra sem
þeir nefndu voru afbrigði af þeim sem nefnd voru í könnuninni en
örfá ný voru nefnd og þá aðeins af einstaka stjórnendum. Þau voru
Management by Objective (MBO), Management by Walk around
(MBW), Agile theory of development and Chaos Theory.
eru stjórnenDurnir ÁnÆgÐir MeÐ hugtökin?
Frekar mikil ánægja er meðal stjórnenda íslenskra fyrirtækja með þessi
hugtök og aðferðir og ekki merkjanleg óánægja. Tæpur þriðjungur
þeirra var hins vegar á báðum áttum. Það kemur ekki á óvart en meiri
þekking á þessum hugtökum virðist auka ánægju og notkun þeirra.
Þekktustu og mest notuðu hugtökin og/eða aðferðirnar sam-
kvæmt svari stjórnenda bera vott um það að það þurfa ekki endilega
að vera þekktustu hugtökin sem eru notuð mest.
Þau 5 hugtök af 19 sem stjórnendur þekktu mest
1 Team Work (Hópvinna)
2 Strategic Planning (Stefnumótun)
3 Outsourcing (Úthýsing)
4 Total Quality Management - TQM (Gæðastjórnun)
5 Benchmarking
Þau 5 hugtök af 19 sem stjórnendur notuðu mest
1 Team Work (Hópvinna)
2 Strategic Planning (Stefnumótun)
3 Customer Segmentation (Greining viðskiptavina)
4 Pay-for-Performance (Frammistöðutengt launakerfi)
5 Performance Appraisals (Frammistöðumat)
Eins og sést á listunum yfir þau fimm sem oftast voru nefnd eru
efstu tvö alveg eins varðandi þekkingu og notkun en næstu þrjú ólík.
Einnig má nefna að Stefnumiðað árangursmat (Balanced Scorecard)
var t.d. í 9. sæti yfir þekktar stjórnunaraðferðir en í 12. sæti í notkun
og Benchmarking var í 5. sæti yfir þekkt hugtök en 9. sæti yfir þau
sem eru mest notuð.
Íslenski stjórnandinn í könnuninni var skoðaður sérstaklega í
tengslum við aldur, reynslu, menntun og aðra þætti sem áhrif gætu
haft á upptöku nýrra stjórnendaaðferða.
Aldur stjórnendanna var breiður en eldri stjórnendur virtust
sjaldnar hafa heyrt minnst á þessi hugtök og/eða aðferðir en yngri
stjórnendur og síðarnefndi aldurinn virtist tilbúnari í að nýta sér þau.
Þessi munur var þó engan veginn afgerandi.