Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 106

Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 v e r Ð L a u n a a f h e n D i n g r annveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk FKA-viðurkenninguna að þessu sinni. Gæfusporið 2009 hlaut Auður Capital og tók Halla Tómasdóttir við verðlaununum. Þakkarviðurkenninguna fékk Guðrún Birna Gísladóttir, forstjóri dvalarheim- ilisins Grundar og Hvatningarverðlaunin hlaut Agnes Sigurðardóttir, eigandi Bruggsmiðjunnar á Árskógssandi. Rannveig Rist sagði meðal annars í ræðu sinni við þetta tækifæri: „Mér þykir vænt um að fá þessa viðurkenningu hér í þessu notalega umhverfi.Stundum þegar ég lít í baksýnisspegilinn finnst mér sem leiðin hafi ekki verið sérstaklega greið. Þegar ég byrjaði í námi við Vélskóla Íslands hvöttu mjög margir mig til þess að leggja stund á eitthvert annað nám. Og þegar ég fór í vélaverkfræði við Háskóla Íslands þögnuðu þessar raddir ekki. Það væri jú skynsam- legra að fara í læknisfræði eða lögfræði. Verkfræðin væri ekki líkleg til að skapa mér almennilega, vel launaða vinnu. Hins vegar ber svo við að elsta dóttir okkar er komin í verkfræðina og það hefur aldrei neinn reynt að telja hana af því. Þetta er árangursrík breyting. Ég hef líka oft í gegnum tíðina fengið spurninguna um hvernig það gangi upp að vera forstjóri ásamt því að eiga börn og buru. Mér finnst það vera ágætis vitnisburður að dóttir mín er komin inn á sömu námsbraut og ég fór á á sínum tíma. Það færir okkur heim sanninn um það að konur geta tekið að sér ábyrgðarstörf í atvinnulífinu án þess að vera endalaust með hið fræga samviskubit. Þetta er leið sem er orðin fær. Mig langar líka til að vekja athygli á því hvað Félag kvenna í atvinnurekstri hefur gert fyrir konur, eins og að halda svona samkomur líkt og hér og hvetja til jákvæðrar athygli á því sem konur eru að gera í atvinnulífinu. Það er mikils virði. Og það er annað sem ég vil nefna; konur hafa alltaf verið duglegar við að standa saman í erfiðleikum, þegar á bjátar. Þá kunna þær líka að koma saman þegar vel gengur, fagna og hrósa sigri og gefa hver annarri klapp á bakið. Það er ánægjuleg breyting sem ég skynja og hún færir okkur enn frekar í átt til jafnréttis. Mér þykir afar vænt um þessa viðurkenn- ingu, ekki síst nú á dögum kreppu í þjóð- og efnahagslífi Íslands; við stöndum á sér- stökum tímamótum og mér þykir viðurkenn- ingin meira virði þar sem hún er gefin í dag.“ auður Capital hlaut gæfusporið Halla Tómasdóttir: „Við erum auðvitað bæði stolt og glöð yfir að taka við svona viðurkenningu á okkar starf. Árið 2007 skildu ekki allir hvað við vorum að fara en við lögðum mikið upp úr mannlegum, eða jafnvel kvenlegum, áherslum. Það sem þjóðin hefur gengið í gegnum undanfarna mánuði hefur kannski undirstrikað þá þörf að við séum með fjöl- breyttari gildi. Og kvenlægari gildi. Ég trúi Blásið var til veglegrar veislu í húsakynnum Perlunnar þegar árleg verðlaunaafhending FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, fór fram en tíu ár eru frá stofnun félagsins. Formaður FKA, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, ávarpaði gesti og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, afhenti verðlaunin. FKA TÍU ÁRA rannveig fékk fka verðlaunin TExTi: hrund hauksdóttir MyNDiR: fka Halla Tómasdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.