Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
kvikmyndir
Nýjasta kvikmynd Clints Eastwoods er um
leið síðasta kvikmyndin sem hann leikur í
að eigin sögn, en þó að hann sé orðinn 78
ára gamall ætlar hann að halda áfram að
leikstýra kvikmyndum
TExTi:
hilmar karlsson
þ
að er skammt á milli kvikmynda hjá Clint Eastwood þessa
dagana. Changeling, þar sem hann leikstýrir Angelinu Jolie
í hlutverki sem hefur skilað henni Óskarstilnefningu, hefur
fengið góðar viðtökur og nýjasta kvikmynd hans, Gran Tor-
ino, sem frumsýnd var vestanhafs í desember og tekin til
almennra sýninga í janúar hefur ekki síður fengið góðar viðtökur.
Báðar kvikmyndirnar segja sögu af dramatískum atburðum, Changel-
ing snemma á síðustu öld og Gran Torino í nútímanum. Stærsti mun-
urinn er að Clint Eastwood leikur í Gran Torino en ekki í Changel-
ing og að hans sögn er þetta síðasta hlutverkið sem hann leikur í
kvikmynd. Sá gamli er þegar farinn að undirbúa næstu kvikmynd
sína, The Human Factor, þar sem hann verður eingöngu bak við
myndavélina. Er sú kvikmynd byggð á bók eftir John Cook og fjallar
um Nelson Mandela og gerist eftir fall aðskilnaðarstefnunnar í Suður-
Afríku. Morgan Freeman leikur Mandela og Matt Damon fyrirliða
landsliðs Suður-Afríku í rugby, en sú íþrótt kemur mikið við sögu í
myndinni.
stríðshetja sem þolir ekki fólk
Með titlinum Gran Torino er vísað til Ford-bíla sem voru framleiddir
snemma á áttunda áratugnum. Aðalpersóna myndarinnar, Walt
Kowalski, sem Eastwood leikur, á einn slíkan. Kowalski er ekkju-
maður, fyrrverandi hermaður sem tók þátt í Kóreustríðinu, úrillur
harðjaxl sem þolir ekki nágranna sína, sem flestir eru innflytjendur
eða svartir, og hefur allt á hornum sér. Það eina sem honum þykir
vænt um er bíllinn hans sem er Gran Torino, módel 1972. Gran Tor-
ino gerist í bílaborginni Detroit og í upphafi er Kowalski nýbúinn að
missa eiginkonuna og er ekki ánægður með útfararræðu prestsins og
lætur hann heyra það.
Einn nágranni Kowalskis er hinn 17 ára gamli innflytjandi Thao,
sem vill vera maður með mönnum og komast inn í gengið í hver-
finu. Til að svo verði þarf hann að stela bíl Kowalskis, sem tekst ekki
betur en svo að Kowalski kemur að honum við þjófnaðinn og beinir
að honum riffli. Thao flýr, hættir við inngöngu í gengið og verður þá
um leið skotspónn gengisins. Þegar þjarmað er að Thao í nágrenni
við Kowalski kemur hann drengnum og systur hans til hjálpar. Fer
nú að þróast vinskapur milli þessara tveggja ólíku einstaklinga sem
gerir að verkum að Kowalski lítur öðrum augum á veröldina. Þegar
gengið rænir svo systurinni, pyntar hana og nauðgar er Kowalski nóg
boðið og snýst gegn genginu af fullum krafti og verður það hlutverk
prestsins í hverfinu að reyna að sætta stríðandi öfl.
Clint Eastwood lýsir Kowalski þannig: „Kowalski er stríðshetja
sem unnið hafði lengi í færibandavinnu hjá Ford-verksmiðjunum
og er kominn á eftirlaun. Dýrgripur hans er Gran Torino sem hann
hefur alla tíð annast vel, mun betur en afkomendur sína, sem hann
hefur fyrirlitningu á. Þá þykir honum einnig vænt um M-1 riffilinn
sinn sem minnir hann á forna dýrðardaga í hernum. Kowalski heldur
í minningarnar úr hernum sem gerir honum erfitt að umgangast aðra
og aðlagast breyttu lífsmunstri.“
Leikarar í Gran Torino eru nánast allir óþekktir fyrir utan East-
wood. Bee Wang, sem leikur Thao, hafði aldrei áður komið fram fyrir
kvikmyndavélar fyrr en Eastwood valdi hann í hlutverkið. Það sama
má segja um Ahney Her, sem leikur systur Thaos, Sua, hún hafði
aldrei leikið í kvikmynd áður. Sonur Clints Eastwood, Scott, leikur
lítið hlutverk í myndinni og annar sonur hans, Kyle, er annar höfunda
tónlistar í myndinni. Clint hefur sjálfsagt haft eitthvað um tónlistar-
valið að segja eins og í flestum sínum kvikmyndum, en eins og margir
vita er hann vita ágætur píanóleikari og hefur samið tónlist við fáeinar
kvikmyndir sínar, meðal annars Changeling og Million Dollar Baby.
fimmtíu ár í kvikmyndum
Á fimmtíu ára ferli í kvikmyndaheiminum hefur Clint Eastwood
leikið í rúmlega 60 kvikmyndum og leikstýrt 30. Eins og áður segir
hefur hann ákveðið að hlutverk hans í Gran Torino verði hans síðasta
gRan ToRino