Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 113

Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 113
fólk F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 113 „Maðurinn minn er mikill golfáhugamaður og sl. sumar ferðuðumst við hringinn með fellihýsið og golfsettin og spiluðum á ótal völlum í ferðinni.“ sigurboginn var stofnaður 1992. Upp- haflega var megináherslan lögð á sölu snyrtivara og fylgihluta, s.s. á töskum og skarti. Í gegnum tíðina hefur verslunin tekið miklum stakkaskiptum og vörufram- boð aukist. Í dag getur konan nálgast í versl- uninni flest það sem hana vanhagar um í snyrtivörum, fatnaði og fylgihlutum. Kristín Einarsdóttir stofnaði Sigurbogann á sínum tíma og hefur rekið verslunina frá upphafi: „Í litlu fyrirtæki, sem aðeins hefur 3–5 starfsmenn, ýmist í fullu starfi eða hluta, hvílir rekstrarábyrgðin á mér, hvort sem heldur eru fjármál, markaðsmál eða innkaup. Ég var að koma frá París um síðustu mánaðamót eftir að hafa verið þar á innkaupasýningu og var áberandi hversu færri fyrirtæki voru að sýna haust- og vetrarfatnaðinn 2009–10. Einnig voru innkaupaaðilar talsvert mikið færri heldur en undanfarin ár. Greinilegt er að samdrátturinn á sér stað úti um allan heim. Þessa dagana eru að koma í verslunina vorvörurnar, s.s. peysur, kjólar og skyrtur. Ég hef farið hægt og rólega í aukningu á fatnaði. Plássið í versluninni er ekki mikið og því þarf að vanda valið geysilega þegar keypt er inn. Ég hef alltaf haft gaman af fallegum fötum og nota einungis innsæi mitt þegar ég vel fötin í búðina. Með mér í innkaupum hef ég alltaf verslunarstjórann minn, Guðbjörgu Hjálmarsdóttur. Hún er mín hægri hönd og reglan er sú hjá okkur að ef að annarri líkar ekki varan, þá er hún ekki keypt inn. Ég hef alltaf sagt að gæfa mín í rekstri sé hversu heppin ég hafi verið með starfsfólk og svo hef ég verið einstaklega gæfusöm að eignast fjölmarga fasta viðskiptavini sem hafa fylgt mér í gegnum árin.“ Áður en Kristín fór í eigin verslunarrekstur var hún sölustjóri hjá Klassik sf. sem var umboðsaðili fyrir snyrtivörur, s.s. frá Yves Saint-Laurent, La prairie o.fl. „Einnig sá ég um þjálfun fyrir sölufólk í verslunum í þessum vörumerkjum. Ég þurfti því oft að fara utan á þessum tíma, á ýmis námskeið sem haldin voru á vegum þessara stóru fyrirtækja. Þarna fékk ég frábært tækifæri til að kynnast framleiðslufyrirtækjunum innan frá.“ Kristín á tvo drengi frá fyrra hjónabandi: „Eldri sonurinn er lærður flugmaður og flugkennari. Sá yngri er á þriðja ári í lögfræði í HÍ. Sambýlismaður minn, Kristján, er stjórnunarráðgjafi hjá Capacent. Hann á þrjú börn og barnabörnin eru orðin sjö. Ég reyni eftir fremsta megni að sinna litla ungviðinu þegar tækifæri gefst. Heimsókn í sunnudagaskólann er alltaf mikið tilhlökkunarefni. Hin síðari ár hef ég fengið tækifæri til að ferðast um óbyggðir Íslands og hef haft ótrúlega gaman af því. Maðurinn minn er mikill golfáhugamaður og sl. sumar ferðuðumst við hringinn með fellihýsið og golfsettin og spiluðum á ótal völlum í ferðinni. Mér finnst golfíþróttin afskaplega skemmtileg en gamli ungmennafélagsandinn ræður aðallega ríkjum hjá mér. Útivera og hreyfing hentar mér vel og það sameinast vel í golfinu. Ég hef reyndar fengið ótal tækifæri til að spila á frábærum golfvöllum á Spáni þar sem við eigum skjól. Haust- og vetrarferðir þangað eru alltaf vel þegnar. Í þessum tækniheimi nú til dags er mögulegt að dvelja erlendis nokkrar vikur á ári án þess að detta út úr rekstrinum. verslunareigandi, Sigurboganum Kristín Einarsdóttir Nafn: Kristín Einarsdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 11. desember 1955. Foreldrar: Kristrún D. Guðmundsdóttir (látin), Einar R. Finnbogason. Maki: Kristján Kristjánsson. Börn: Ásgeir Orri 29 ára, Rúnar ingi 23 ára. Menntun: Verslunarskóli Íslands, verslunarpróf 1973.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.