Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5
ÍMARK AUGLÝSINGAHÁTÍÐIN
„Aðalatriðið var að ná athygli með
glaðværum hætti því bankarnir virtust
í augum flestra námsmanna veita sam-
bærileg kjör. Markmiðið var að festa
KB-banka í sessi sem góðan valkost og
reyna að fá námsmenn til að hugsa fyrst
til okkar við ákvörðun um viðskipti,“
segir Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, mark-
aðsstjóri KB-banka. Á ÍMARK -hátíð-
inni vann bankinn lúðurinn í tveimur
flokkum, það er fyrir sjónvarpsauglýsingu og auglýsinga-
herferð ársins.
Í auglýsingum var skapaður hinn eini og sanni
Námsmaður og keyrt á slagorðinu Nám er lífsstíll. „Hug-
myndafræðin var sú að bregða á leik með ungu fólki og
reyna að vera í liði með því á þeirra eigin forsendum,
fremur en prédika um hvað væri þeim fyrir bestu í fjár-
málum,“ segir Steinunn um auglýsingarnar sem unnar
voru á auglýsingastofunni ENNEMM - með Þorstein
Guðmundsson í hlutverki námsmannsins. „Hugmynda-
vinnan gekk hratt fyrir sig og við vorum samstíga frá
upphafi um hver markmiðin væru og hvert stefna
skyldi.“
Í framhaldi
af sjónvarps- og
blaðaherferð vorum
við með kynningar
í skólum þar sem
útibú bankans seldu
og kynntu Náms-
mannalínuna, stundum með því að Náms-
maðurinn sjálfur steig á stokk og skemmti
viðstöddum. Námsmaðurinn er jafnframt
orðinn vinsæll veislustjóri á árshátíðum nemendafélaga
og það segir Steinunn sýna glöggt hve vel þessi aug-
lýsingaherferð hafi lukkast. „Í könnun sem Gallup gerði
meðal ungs fólks kom í ljós að 33% ungmenna telja að
KB-banki höfði mest til ungs fólks en næsti banki á eftir
var með rúm 26%.“
Að sögn Steinunnar Hlífar hefur KB-banki lagt sig
fram um að veita bestu námsmannakjörin og veita alla
þá þjónustu sem uppfyllir kröfur námsmanna. „Þetta
er bankanum mikilvægur markhópur, líkt og aðrir ein-
staklingar sem þurfa á fjármálaþjónustu að halda, og
ungt fólk þarf góða þjónustu þegar fyrstu skrefin í fjár-
festingum eru stigin að námi loknu,“ sagði Steinunn að
lokum.
SJÓNVARPSAUGLÝSINGAR
AUGLÝSINGAHERFERÐIR
Glaðværð og
góður valkostur
ÚTVARPSAUGLÝSINGAR
Hringt í Göran
Í flokki útvarpsauglýsinga voru það aug-
lýsingar Íslenskra getrauna sem bestar
þóttu. „Undanfarin ár hefur salan á
Lengjunni minnkað yfir sumartímann
en til þess að breyta þeirri þróun var
ákveðið að fara í útvarpsherferð yfir
sumartímann þar sem aðaláherslan var
lögð á EM í knattspyrnu og íslenska
boltann. Þetta bar árangur því síðasta
sumar og raunar árið allt var einstaklega
gott í sölu,“ segir markaðsstjórinn Stefán
Pálsson. Auglýsingin sem fékk verð-
launin gekk út á að Þórhallur Sverrisson,
Tóti, sem er velþekktur fyrir leik sinn í
kvikmyndinni Íslenska draumnum reynir
að hafa uppi á Sven Göran Ericsson,
þjálfara enska landsliðsins.
„Þetta var reyndar hluti af stærri
auglýsingaherferð sem gekk út að Tóti
hringdi í íslenska þjálfara og leikmenn og
Úr námsmannaauglýsingum KB
sem heppnuðust vel og vöktu athygli.
Steinunn Hlíf
Sigurðardóttir.
Vinsæll banki. Steinunn Hlíf og tekur við
Lúðrinum fyrir sjónvarpsauglýsingu árs-
ins. Verðlaunin gaf Skjár 1 og Magnús
Ragnarsson sjónvarpsstjóri afhenti.
KB BANKI
ENNEMM
ÍSLENSKAR GETRAUNIR
ENNEMM