Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 92

Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 AMERÍSKIR DAGAR V ið höfum orðið vör við mikinn áhuga almennings á því að ferð-ast vestur um haf og allar markaðsrannsóknir hafa stutt þessa tilfinningu okkar. Gengi dollarans og aukið framboð ferða hefur ýtt undir þennan ferðaáhuga að okkar mati. Í dag eru bókanir á New York, Boston og Orlando um 50% fleiri en á sama tíma í fyrra, sem er jafnvel meira en búist var við,“ segir Stefán Sveinn Gunnars- son, markaðsstjóri hjá Icelandair. Í áraraðir hafa ferðir til Evr- ópu eða á sólarströnd verið fyrsti valkostur landans þegar kemur að því að ákveða hvert halda skal erlendis í sumarleyfinu. Með nýrri kynslóð virðist þetta vera að breyt- ast og ferðir til Bandaríkjanna eru komnar mun ofar á blaðið. Sól og sumarylur „Síðustu ár höfum við orðið varir við breytta ferða hegðun hjá Íslendingum,“ segir Stefán. „Í stað þess að ein ferð sé farin á ári fer fólk nú orðið oftar til útlanda og svo virðist sem viðskiptavinir okkar séu að bóka sig með mun skemmri fyrirvara en áður. Dollarinn ýtir undir þetta, gengið hefur verið í algeru lágmarki, hægt er að gera góð kaup og ekki síður ferðast og njóta lífsins.“ Varla ætti að koma á óvart að sólarparadísin á Flórída sé vinsæll áfangastaður farþega Icelandair, enda eru ferðamenn frá Íslandi öðru fremur að sækjast eftir sól og sumaryl þegar þeir fara út fyrir landssteina. „Orlando lítur út fyrir að verða vinsælasti áfangastað- urinn,“ segir Stefán Sveinn. „Það kemur ekki á óvart, æ fleiri Íslend- ingar eru að uppgötva hvað Flórída er þægilegur staður. Mikið er um að vera fyrir fjölskyldufólk, veðrið gott, veðursveiflur litlar og svo er þetta paradís golfara.“ Kalifornía er mögnuð Fleiri ákvörðunarstaðir Icelandair vestra njóta vinsælda og þar nefnir Stefán Sveinn sérstaklega Boston. Bókanir þangað séu nær helmingi meiri en á sama tíma fyrir ári – sem geti Bandaríkin eru æ vin- sælli hjá Icelandair. Dollarinn hvetur fólk til að ferðast á nýjar slóðir vestra. Aukin ferðatíðni er yfir hafið. Vesturferðir æ vinsælli ICELANDAIR meðal annars helgast af því að áhrifa frá Evrópu gæti mjög sterkt þar, meira en í flestum borgum Bandaríkjanna. „Í Boston sjást mikil áhrif frá evrópskri menningu, hvort sem er í mat, tísku eða atferli fólks,“ segir Stefán Sveinn. Sem kunnugt er mun Icelandair hefja flug til San Fransisco um miðjan maní næstkomandi – og virðist þessi nýi ákvörðunarstaður ætla að ná vinsældum miklum. „Við erum mjög stolt af því að bjóða loks beint flug til vesturstrandar Norður-Ameríku og fólk er að átta sig á því hve magnaður staður Kalifornía er. Vegna hnattstöðu og leiða er flugið til San Fransisco litlu lengra en til Orlando, þannig að flugtími ætti ekki að vera nein fyrirstaða. En fyrst og fremst er ævin- týri að koma til Kaliforníu; fallegt landslag og margir skemmtilegir staðir að skoða. Það er til dæmis upplifun að aka um vesturströnd Bandaríkjanna og koma til Las Vegas og fleiri staða.“ Ferðatíðni eykst um 15% Hlutur Icelandair í farþegaflutningum yfir Atlantshafið er allstór – og staða félagsins hvað það varðar styrkist með aukinni ferðatíðni. Í ár fjölgar ferðum félagsins um nær 10%, þar af til Bandaríkjanna um nær 15%. Á Evrópuleiðum er fjöldi ferða héðan og til Helsinki, Berlínar og München aukinn verulega. „Sérstaklega hafa aukist flutningar yfir hafið frá Þýskalandi og Finnlandi. Aukið framboð sem styrkir leiðakerfið í heild sinni, auk þess sem okkar fólk í Bandaríkjunum er að gera góða hluti í að markaðssetja Icelandair sem hagstæðasta kostinn vestur um haf. Á hitt ber þó auðvitað að líta að þó hátt gengi dollarans geri ferðir vestur hagstæðan kost fyrir Íslendinga er engu að síður merkilegt að skrifstofa okkar í Bandaríkjunum skuli ná jafn góðum árangri og raun ber vitni þar við sölu ferða til Evópu, því að gengi dollarans gerir starfið á vetrarmörkuðum óhjákvæmilega erfiðara en ella,“ segir Stefán Sveinn Gunnarsson. „Bókanir á New York, Boston og Orlando eru nánast 50% fleiri en á sama tíma í fyrra,“ segir Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri hjá Icelandair. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 26 90 0 1 2/ 20 04 *Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald Verð frá 36.900 kr.* Bókaðu á www.icelandair.is Netsmellur til USA Bandaríkjaferðir á frábæru verði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.