Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Qupperneq 6
188 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hvers er hægt a'ð óska sér hærra í list en mega leggja sitt fram í flutningi slíks verks, — ekki nauðsynlega sem einsöngv- ari eða stjórnandi, heldur aðeins sem einn hljóðfæraleikaranna í orkestrinu, ein röddin i kórnum. í brezka útvarpinu 1. desem- ber var sagt, að það væri ein ástæða til þess, að ekki mætti þurrka okkur íslendinga burt sem sjálfstæða þjóð, og hún væri sú, að við ættum skáld og bókmenntir. En þessi söngur var líka landvörn fyrir ísland. Það hefur ekki oft heyrzt fegurri kórsöng- ur á íslandi. Ég hef oft hlýtt á Messias erlendis, þar á meðal i Svíþjóð og Bandaríkjunum, og er vel kunnugur útgáfu Kólum- bíufélagsins á verkinu á hljómplötum (B.B.C.-kórinn undir stjórn Sir Tómasar Beechams (frb. Biddsjam)), en ég hef ekki skynj- að slíka birtu og fögnuð, samfara þaulæfðri nákvæmni, i kórhlut- um verksins, eins og undir stjórn dr. Yiktors. Þeir hartnær hundrað söngvarar og hljóðfæraleikarar, sem fórnuðu tómstund- um sínum i undirbúning flutningsins hátt í ár, eiga skilið al- þjóðarþakkir fyrir sinn skerf, — og þökk fyrir að þér komuð (il íslands, doktor Viktor Úrbansson, og gáfuð þessu öndvegis- verki helgitónlistarinnar voldugt lif á meðal vor, og það væri óskandi, að vér mættum sem lengst njóta góðs af hinu aðdáunar- verða starfi yðar í þágu músíkurinnar, sem er list listanna. H. K. L. * Diplómatisk sókn. Það þótti nokkrum tiðindum sæta í fyrravetur, að ekki hafði stjórn svokallaðs Menntamálaráðs fyrr tekið fjárveitingar rikis- ins til bókmennta i sinar hendur en það upphóf, fyrir munn for- manns síns, með öllu tilefnislausar, óvæntar og óskiljanlegar árásir á flesta þekktari bókmenntamenn landsins og rithöfunda, og tók upp úr þurru að saka væntanlega skjólstæðinga sína' i dagblöðunum um flestar vammir og skammir, sem liægt er að upphugsa í fljótu bragði, jafnvel bókstaflega glæpi, nefndi skáld landsins allt frá föðurlandssvikurum niður í föðurniðinga, og notaði yfirleitt slíka röksemdafærslu, að menn ráku upp stór augu i ýmsum áttum við lesturinn, gripu sér til höfuðs og spurðu: Erum við staddir í Timbúktú; eða hvaða vitlausraspit- ali er þetta? Margir liéldu, að nú hefði loks metið í opinberri umgengnismenningu og háttvisi náðst — niður á við. En sú bjartsýni reyndist því miður ekki timabær. Hatursmönnum bók- menntanna var ekki nóg að sýna, að maður kynni sig gagnvart fslendingum, nú varð að fara að leika listirnar einnig fyrir iit- lendum þjóðum, og þá náttúrlega helzt stórveldunum. Það var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.