Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 12
194 TÍMAIUT MÁLS OG MENNINGAR PÓLITÍSKAR ÁHYGGJUR. Engir skyldu ætla, að hin- ir pólitísku foringjar þjóðar vorrar og andlegir leiðtogar lifðu í einskærum fögnuði. Það er erfitt að stjórna heilu landi, þó að ekki sé það fjölbyggðara. Það er gott að eiga auðmjúka starfsmenn í liverju horni, menn, sem hlýða, menn, sem skrifa, tala og breyta eins og stjórnandinn vill. En sá ijóður fylgir þeim, að þeir geta alltaf gert axar- skaft. Það er aldrei hægt að láta þá eftirlitslausa. Reyndar er hægt að semja þeim reglur til að fara eftir. Það hafa stjórnar- völdin í liendi sér. Þau hafa alltaf örugg ráð yfir þingmönn- unum, sem samþykkja lögin. Og auk þess getur stjórnin alltaf gefið út bráðabirgðalög. Tökum t. d. Ríkisútvarpið, það hefur sín föstu lög, sem þingið hefur sett því. Þingið hefur líka valið mennina til að vaka yfir lögum þess. Og það hefur valið þá eftir hinum gullvægustu reglum. Það liefur valið þá eftir lögmáli hlýðninnar, undirgefninnar og takmarkaðrar þekkingar. Samt getur allt lent i hættu, ef stjórnarvöldin hafa ekki vakandi auga og eyra. Hlutleysislögin voru ágæt. Þau voru vandlega hugsuð á sinni tíð. Það þurfti aðeins dálitla hæfileika til að beita þeim. Það mátti nota þau til að útiloka ýmis óþægileg efni. Það kom samt fljótt i ljós, að þau höfðu sína galla. Það var erfitt að útiloka með þeim allt, sem þurfti að útiloka. Væri birt tilkynn- ing frá þessum flokknum, eins og sjálfsagt var og nauðsynlegt, var erfitt að neita tilkynningu frá öðrum flokki, Sem illt var að láta menn vita um. Það var t. d. óþægilegt, þegar Æskulýðs- fylkingin vanlielgaði Þingvöll með þvi að halda þar hátíð, að láta tilkynningar uip hana heyrast i sjálfu Rikisútvarpinu.. Há- tiðahöldin sjálf voru forsmán. Þarna voru íslenzkir æskumenn, sem ekki áttu að vera til. Það var forsmán að láta nokkuð ber- ast um hátíðahöld þeirra til þjóðarinnar. Og þegar svona kem- ur fyrir, er það hart, að jafnvel sjálfur forsætisráðherrann skuli þurfa að grípa fram i. Svona hlutir kosta beintinis að gefa út nýjar reglur. Héðan í frá skyldu allar tilkynningar vera undir ströngu eftirliti. T. d. má aldrei segja: Fjölmennið á fundinn! Það er áróður. Það er brot á lilutleysi. En jafnvel þótt settar séu nýjar reglur, geta þær lika verið gloppóttar. Það dugar ekki ráðherranum að vera andvaralaus. Það getur alltaf leynzt smuga, t. d. gegnum auglýsingar. Það er alls ekki vist, að það sé ein- hlítt að hafa jafnvel eins lilýðið hjú og Jón Eyþórsson. Það sást t. d. hér á dögunum. Það voru tekin upp í auglýsingu um- mæli úr ritdómi um bók eftir Elinborgu Lárusdóttur. Þetta var að visu gott og blessað, því að Elinborg er skáld, sem rikið hefur velþóknuu á. Hún segir aldrei neitt, sem þjóðinni væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.