Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 14
Jón Helgason : r Afangar. Liðið er hátt á aðra öld, enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili: skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili, hleypur svo einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili. * * Þverhöggvið gnapir Þúfubjarg þrútið af lamstri veðra; Ægir greiðir því önnur slög, ekki er hann mildur héðra; iðkuð var þar á efstu brún íþróttin vorra feðra: Kolbeinn sat hæst á klettasnös, kvaðst á við hann úr neðra. * * Nú er í Dritvík daufleg vist, drungalegt nesið kalda; sjást ekki lengur seglin hvít sjóndeildarhringinn tjalda; Tröllakirkjunnar tíðasöng tóna þau Hlér og Alda; Fullsterk mun þungt að færa á stall, fáir sem honum valda.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.