Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 20
202 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR málefni eru öll erfið. Kennarar geta alltaf verið vara- samir, hvað vel sem þeir eru valdir. Þeim liættir við að vera samvizkusamir. Þeir hafa oft þráláta löngun til þess að vera hugsandi menn. Reyndar eru lieiðar- legar undantekningar, ekki sízt við æðri skólana. Samt er betra að gefa kennurunum ekki vítt svigrúm, það er heppilegt að píra í þá kaupið. Enginn skóli er veru- lega hættulegur nema háskólinn. Það er vissast að hleypa þangað sem fæstum nemendum, vanda vel til þeirra og láta þá fá sem harðasta skólun áður. Inntöku- skilyrðin í Menntaskólann gera ótrúlegt gagn. Samt eru stúdentar hættulegir. Þó kastar fyrst tólfunum um þá stúdenta, sem fara utan. Þeir mannskemmast flestir. Jón Sigurðsson og Jónas Hallgrimsson fóru aldrei utan. Þeir urðu heldur aldrei stúdentar. Að minnsta kosti má það hvergi heyrast nefnt. — Hjá dagblöðunum eru hæg heimatökin. Þar eru pólitískar slár fyrir hverjum dyr- um. Sú var reyndar tíðin, að þar kroppuðu hrafnarnir augun hver úr öðrum. Það gat stundum verið óþægi-. legt. Síðan þjóðstjórnin var mynduð, eru blöðin öll skrifuð eins. Blöð sósíalista eru ein utangarðs. Þau halda uppi stöðugum illdeilum. Annars sæist ekki gára á vatni. Menn, sem ávörpuðu hver annan aldrei með lægri titl- um en stórþjófur og stórlygari, taka nú ofan og hneigja sig og segja: góðan daginn, lýðræðisvinur. Við dag- hlöðin eru valdir menn. Þar fá engir óviðkomandi að- gang. Þar gengur allt í gegnum síu liinna pólitísku hags- muna. Þar er sannleikanum hagrælt handa fólkinu. Það er hetra að kunna að lesa hak við orðin fyrir hvern, sem ætlar sér að skilja mál þeirra. Harðastar eru slárn- ar fyrir Timanum, heimilishlaði Jónasar frá Hriflu, eins og einn áhrifamaður í Framsóknarflokknum komst nýlega að orði. Jónas þorir ekki orðið að sleppa þar neinum að nema sjálfum sér. — Útvarpið er staður, sem verður vel að gæta. Áður kusu úlvarpsnotendur stjórn þess, útvarpsráðið. Það þótti allt of hættulegt. Alþingi

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.