Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 22
204
TÍMÁRIT MÁLS Ofi MENXINGAI!
fer hjá stjórnarvöldunum, hefja þá til vegs, sem eru
nógu ómerkilegir eöa þægir þjónar, en útiloka alla og
ofsækja, sem þora að koma fram eins og frjálsir menn.
Á þennan hátt skal þjóðin alin upp, til auðsveipni og
hlýðni, til sleikjuskapar og flærðar, til aðdáunar á
heimsku og fláttskap, til lítilsvirðingar á gáfum og hæfi-
ieikum.
Hvergi lýsir sér skýrar öll þessi niðurlæging en i
mati á bókmenntum og skáldum. Það vantar ekki, að
nóg sé borið á horð fyrir almenning af svokölluðum
skáldskap og þvættingi um skáldskap. En það má hvergi
neitt komast að né hljóta viðurkenningu, sem felur i
sér listrænt gildi, hressandi andblæ, hugsun, vit eða
tilgang. Allur skáldskapur á að vera sauðfrómt and-
lejrsi, gyllandi lífslýgi og helzl af öllu eitthvert tauga-
styrkjandi Ivf fyrir sjúklinga. Allt er gert til þess að
rugla dómgreind manna á bókmenntum. Hvergi á hvggðu
hóli þekkjast aðrir eins ritdómar. íslenzkir ritdómar-
ar eru aumkunarverð fyrirbrigði. Þeim er haldið i ein-
hverri myrkrastofu andlegrar vesalmennsku. Þeir eiga
að skrifa auglýsingadóma fyrir útgefendur, gustuka-
dóma fyrir kunningja sína, og, þegar tign þeirra nær
hæst, áróðursdóma um eitthvert skáldverkið, sem þeirra
æðstu yfirboðarar álíta nógu lélegt til þess að megi
gylla það fyrir þjóðinni. Ekkert verk er krufið til kjarn-
ans. Aldrei lagður mælikvarði bókmenntagildis né lífs-
gildis á nokkurt verk í nokkurri alvöru. Það er fvrir-
skipun eða þegjandi samtök, að verið skuli á verði
gagnvart stórskáldum þjóðarinnar. Mest hætta þvkir
stafa af Halldóri Kiljan Laxness. Allir vita, að hann
er mesta skáldið, hvort sem þeir vilja kannast við það
eða ekki. Hann er hrautryðjandi í íslenzkri skáldsagna-
gerð hér heima og er fullkomlega sambærilegur í þeirri
grein við þau nútímaskáld, sem skrifa hezt með stór-
þjóðunum. Iiann er arftaki þeirra snillinga, sem á öll-
lun tímum hafa lialdið hæsl uppi merki íslenzkra hók-