Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 206 En dæmi Halldórs nægir lil að sýna þessa iilið máls ins. En ríkið þarf að hafa sínar skrautfjaðrir. Hina pólitísku foringja hefur tekið það sárt að geta ekki bent á neitt frambærilegt slcáld sér til vegsemdar. Við hvert hátíðlegt tækifæri, þegar koma á fram fyrir hönd þjöðarmnar, eru hókmenntirnar og skáldin það lielzta til að guma af. ísland er sagnalandið, hin mikla bók- menntaþjóð, þjóð skáldanna. Og stemningin ris hærra. Þjóðin elskar og tilhiður skáld sín. Þau eru líf liennar. Þjóðin á hinar stærstu skyldur við skáld sín. Við þurf- um að eiga skáld. Við erum dauðir, ef við eigum ekki skáld. Við þurfum skáld, sem við getum skírskotað til i ræðum okkar. Við þurfum stórskáld, skáld á móti Halldóri Iviljan Laxness. Við þurfum þjóðskáld, þjóð- .sf/ó/viarskáld. Og allt í einu var sem tækifærið kæmi upp í hendurnar. Það var fyrir tveimur árum. Guð- mundur G. Hagalín gaf út Sturlu í Vogum. Efnið og iiöfuðpersónan var nákvæmlega eftir forskriftinni, kom alveg eins og þakklæti fyrir nýveittan prófessorstitil. Sturla í Vogum var sönn hetja, gerði livert kraftaverk- ið af öðru, ákaflega mikill á lofti og duglegur að koma sér áfram. Hann sá togara í landlielgi, skaut á hann úr bátnum sínum og rak liann út i hafsauga. Honum var hoðið að stofna kaupfélag og liann þáði það. Til þess að fella ekki fé sitt úr lior, tók liann peninga upp úr kistuliandraða sínum og keypti sér hey fyrir. Þeg- ar hann var verst stæður, fór liann í bankann og keypti saumavél handa konu sinni. Þetta var hans fátækt. Hann barðist við illsku nágrannanna á tvær hendur, en gekk alltaf með sigur af hólmi, alltaf með hreystiyrði á vörum. Iiann átti framúrskarandi konu, sem illmenni girntist, og framúrskarandi hörn. Hér var snilldarsagan skrifuð. Hér var loksins stórskáldið risið upp, hið mikla þjóðstjórnarskáld. Nú var að láta hendur standa fram úr ermum. Nú var að setja verkið i gang. Hvar eru

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.