Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 26
208 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mundur Hagalín fór að þvi að lýsa liinu göfuga og góða í sálum íslenzku sveitahjónanna, sem eggjuðu son sinn ó að nauðga húsfreyjunni i Yogum. Hér var ekki ver- ið að draga fram hið sóðalega! Hér var ekki verið að gera-þjóðinni smán! Hversu ljúf angan málsins! Hvi- likur liossandi i stílnum, svo að lesandinn komst allur á loft! Hvílíkar upphrópanir, o, jamm, o, jannn, o, jæja, á, aldeilis, blaðsíðu eftir hlaðsíðu! Eða „vestfirzkan“, einkastill þessa höfundar, hið nýja nafn á danskri orða- skipan! Var Sturla í Vogum ekki dásamleg hók? Eða orustan bak við kýrnar! Hvílík dramatík! Var ekki sjálf smekkvísi Jónasar Hallgrimssonar lifandi í liverri setningu, t. d. í þessu ávarpi Neshóla-Magnúss til konu Sturlu: „Þú ert þó víst ekki farin að sofa hjá bola, þegar Sturla er ekki heima? Þá sýndist mér þó nokkru nær að leita til mín.“ En Ólafur Tliors og allt fína fólk- ið fann ilm listarinnar stíga upp að vitum sér af hlöð- um þessarar unaðslegu bókar. f samhljómi aðdáunar- innar var aðeins ein lijáróma rödd: Gunnars Bene- diktssonar. Hann lét sér ekki skiljast, að Sturla í Vog- um, sjálft meistaraverkið, væri annað en venjulegur reyfari á fremur ógeðslegu máli. Og úti í Höfn kvað prófessorinn í islenzkum fræðum: í þúsund ár höfum við seiið við sögur og ijóð, raenn segja ura þá íþrótt að hún sé oss runnin í blóð, en samt eru ennþá til menn hér af þessari þjóð sem þykir bókin um Sturlu í Vogum góð. Þó er enginn höfundur annað eins eftirlætisgoð rit- dómaranna og Elínhorg Lárusdóttir. Þeir liafa horið hana á höndum sér frá því fyrsta, að liún har það við l'yrir nokkrum árum að setja saman smásögur. Nú lief- ur hún á stuttum tíma ruhhað upp skáldsögu i þremur bindum, Förumönnum I—III. Þar sést ekki tilraun til hókmenntalegra vinnubragða eða til þess að móta efn- ið í skáldleg form. En ritdómararnir kunna sér ekki læti fyrir fögnuði. Þeir koma í tugum og skrifa lof um hæk-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.