Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 29
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 211 að vita hverjir væru húsbændur þeirra. Snjallast þótti að ráðast á lífskjör þeirra. Ríkisstjórnin sjálf hafði for- í*öngu. Leikurinn barst inn í sali Alþingis. Það liafði ætíð haft vald yfir styrkveitingum til skálda og listamanna. Þetta vald skyldi nú tekið af Alþingi og fengið i hendur menntamálaráði, það er í hendur svarnasta fjandmanni menningarinnar í landinu, Jónasi frá Hriflu. Urðu liörð átök í þinginu. Margir þingmenn lögðust fast á móti, sérstaklega Vilmundur Jónsson og Magnús Gísla- son. Með feikna elju, hótunum, ofstopa og æsingi, tókst Jónasi frá Hriflu að merja i gegn eins atkvæðis meiri Iiluta í málinu. Fyrir stjórnarvöldunum vakti ekkert ann- að en að geta á þennan Iiátt átt auðveldara með að lialda reiddri svipu yfir skáldum þjóðarinnar og hræða þau til auðsveipni. Strax við fju-stu úthlutun menntamála- ráðs var Halldóri Kiljan Laxness og Þórhergi Þórðar- syni refsað. Styrkurinn til Ilalldórs var lækkaður úr 5000.00 kr., sem hafði verið föst veiting til hans á fjár- lögum nokkur undanfarin ár, niður í 1800.00 kr., til jafns við Ólaf Friðriksson, og styrkurinn til Þórhergs niður í sömu upphæð. Halldór þáði ekki styrk sinn, heldur stofnaði sjóð til verndar ritfrelsi í landinu. Hverjum heiðarlegum manni ofhauð þessi ágengni. Þá eru ekki síður virðulegar aðfarirnar gegn Gunnari Gunnarssyni. Jónas frá Hriflu hugsaði sér gott til glóð- arinnar, þegar Gunnar kom heim, að geta haft af hon- um pólitískan ávinning. Mér er ekki grunlaust, að hug- jnyndin um Guðmund G. Hagalín sem mesta skáld Is- lands hafi verið látin falla niður i svipinn, og Jónas írá Hriflu liafi gert sér vonir um, að Gunnar Gunnars- ion gæti orðið það skáld, sem þjóðstjórnina vantaði lil þess að tefla fram móti Laxness. Við fyrstu úthlut- un menntamálaráðs fékk Gunnar hæstan styrk af skáld- unum. Enginn skyldi halda, að á bak við það hafi leg- ið menningarlegur áhugi, heldur hefur þótt æskilegt að reyna að koma sér vel við Gunnar. En Gunnar skildi,

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.