Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 32
214 TÍMARIT MÁLS Ofi MENNINGAR framlögum og styrkveitingum, yfir félagsskap fólksins og samtökum þess, yfir afurðasölu innlendri og er- lentlri, yfir því, hverju menn bíta og brenna, bverju þeir ldæðast, hvað dýru verði þeir kaupi fæði og klæði, livað menn fá fyrir vinnu sína. Þeir þykjast liafa fjötr- að svo þjóðina á alla vegu, að þeir megi leyfa sér allt. Allir eiga að silja og standa eftir því, sem þeir vilja. Ef einhver er svo djarfur að hafa aðrar skoð- anir, flytja annað mál, vinna sjálfstætt að einhverju verki, skal hann víttur, iiljóta refsingu, vera ofsóttur og útskúfaður. Og þeir ganga æ lengra á lagið. Þeir Iiafa séð árangur, glæsilegan árangur af starfi sínu. Þeir Iiafa sannarlega lmeppt fólkið í fjötra, bundið svo fé- lagsskap þess, ruglað svo raðir þess, að áður en það vissi af, var það engu ráðandi lengur, félagið, sem það stofnaði sjálfu sér til hagnaðar, var orðið hlekkur um fót eða tæki í höndum andstæðinga þess. Þeir liöfðu ástæðu til að vera drýldnir, forrráðamennirnir, í trú sinni á heimsku fólksins og þróttleysi þess til viðspyrnu. Og þegar tökunum var náð, varð að gæta þess, að ekki slaknaði á þeim. Hvar sem mótþrói kemur upp hjá þjóðinni, þá er að vera til taks að herja þann mótþróa niður, kefja liann. En lilið við hlið drýldninnar og hrok- ans hjá valdhöfunum, liggur óttinn falinn, óttinn við fræðsluna og menninguna. Alþýðan má ekki fyrir nokk- urn mun fá vitneskju um, að það sé neitt óeðlileg! við það, þó að hún kaupi alla hluti mörgum sinnum dýrari en hún þarf, fái miklu minna fyrir vinnu sína en henni ber, beri sjálf ekki nema fátækt úr hýtum, meðan aðrir safna hundruðum þúsunda og jafnvel mill- jónum, verði að neita sér um menntun og tækifæri til að njóta hæfileika sinna. Þess vegna þarf alls staðar að' vera á verði gegn menningunni, gegn frjálsri og djarfri liugsun. Þess vegna ber almenningi að vera fávísum og heimskum, hann á ekki að venjast á að hrjóta heilann um Iilutina. Valdhafarnir eru hræddir, en rótgrónust

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.