Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 35
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 217 rauðu eða bláu eða einhverjum öðrum björtum lit, og seldi þá síðan strákum úr gagnfræðaskólanum þrisvar eða fjórum sinnum dýrara en liann liafði keypt þá. Hann fyllti kaupstaðinn af notuðum bílum, rauðum, bláum og' grænum, og öll sveitin í kring var full af þeim, gagnfræðaskólastrákarnir óku stelpunum sínum út í sveit á kvöldin og á sunnudögum eftir liádegið, og allir vita hvérnig það fer. Að sumu leyti var þetta gott fyrir strákana, nema hvað ýmsir þeirra urðu að gifta sig löngu áður en þeir höfðu fengið atvinnu, og ýmis- legt annað kom fyrir, jafnvel verra. Tvær eða þrjár telpur eignuðust krakka án þess að vita hver liitt for- eldrið var, af því að tveir eða þrír náungar í notuð- um bílum voru riðnir við málið. En á þennan rugl- ingslega liátt eignuðust þó ýmsar stelimanna eiginmann út af fyrir sig. Sjálfur hafði Harri engan tíma til að dandalast með slelpum. Hann hugsaði um það eitt að halda áfram að græða. Um það hil sem hann var sautján ára, var liann orðinn þétt-efnaður, og hann virtist vera ein- iiver prúðhúnasti maður í bænum. Hann fékk föt- in sín með heildsöluverði af því að lionum datt ekki í lifandi liug að láta neinn græða á sér. Það var hans verk að græða. Ef það stóð tuttugu og sjö og fimmtíu á fötum, þá var Harri vanur að hjóða kaupmannin- um tólf dollara. „Vertu ekki að segja mér neitt,“ var hann vanur að segja. „Ég' veit hvað þessar druslur kosta. Með því að selja þær á tólf dollara hefurðu tvo dollara og fimmtiu sent í hreinan ágóða, og það er nóg handa liverjum, sem er. Já eða nei.“ Hann fékk fötin venjulega fyrir fimmtán dollara, hreytingar innifalnar. Hann taldi ekki eftir sér að þjarka í klukkutíma um breytingarnar. Ef jakkinn fór vel og kaupmaðurinn fullyrti það við hann, þá héll Harri að kaupmaðurinn áliti hann einhvern grasasna. 15

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.