Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 44
226 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hvort snertir eiffi ögrun sú þinn æðsta helgidóm, er risinn mikli þrammar þungt á þykkum stálsins skóm, og kremur hennar grænu grös og gullnu sumarblóm? Ei vaða þarf í svima sá, er sannra fregna spyr: Jón Boli hefur vinarvernd þeim veika boðið fyr, en verndin orðið leið og löng, er luktust allar dyr. Lát gull hans eigi glepja þig, — hann gerði margan sjóð að asnaklyf við ókunn hlið á ásælninnar slóð. Hans greiði oftast gildra var og gull hans — storknað blóð. Því stattu vel á verði nú, sem vökumaður frjáls, og láttu ei færa fjötur gulls um Fjallkonunnar háls, né blandast eim af ösku stríðs í angan hennar máls. Hún — drottning lífs þíns — horfir hátt í heiði dagsins inn, og bræðravíga bölvun gegn hún boðar drengskap þinn. I tröllaslagnum titrar hún, en treystir á ástvin sinn. Ef sættist þú á svefnsins ró og svíkur brúði þá, þú lítur aldrei oftar beint í augun hennar blá, og færð því aldrei framar það, sem fegurst er, að sjá.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.