Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 48
230 TÍMARIT MÁLS OG MENXIXGAR inikill meirihluti hennar lýsti því skýlaust yfir, að hún fæli þrem vinstri stjórnmálaflokkunum að taka liöndum saman til að vinna gegn liinum fasistisku öflum fjármála- auðvaldsins franska. Sú stefnuskrá, sem gaf þessum þrem vinstri flokkum mjög glæsilegan meirililuta, var aldrei framkvæmd. Mönnum þeim, sem virtust liafa vilja til þeirra framkvæmda, var smám saman holað frá völdum, það kom í ljós, að í „móðurlandi lýðræðisins“ var það ekki „vilji meirihluta þjóðarinnar, eins og hann birtistvið almennar, frjálsar kosningar“, sem völdin hafði, heldur hankar í Lundúnum. Eftir nokkurn tíma var einn hinn kjörni þjóðfylkingarmaður, Daladíer, kominn í sæti for- sætisráðherra í trássi við tvo meginflokkana, sem liann var kjörinn til að starfa með, og að verulegu leyti í trássi við sinn eigin flokk, en fyrir atbeina þeirra afla, sem þjóð- in liafði falið honum að berjast gegn. Þannig var það þing, sem kosið hafði verið til að berjast gegn afturhalds- öflunum, búið að taka upp stefnuskrá við hæfi þessara afturhaldsafla, þveröfugt við þann dóm, sem þjóðin hafði fellt með kosningunum, en samkvæmt þingræðisreglunum var ekki hægt að koma fram neinni ábyrgð á hendur þeim þingmönnum, er brugðust umbjóðendum sínum, þjóðin stóð varnarlaus, þótt traðkað væri þannig á yfir- lýstum vilja hennar. Síðar er bannaður einn þeirra flokka, sem þjóðin hafði falið foryslu með þessum kosningum og haft hafði forgöngu í því að marka þá stefnu, sem mikill meirihluti þjóðarinnar taldi sig samþyklca. Enn færðust afturhaldssamari öfl í æðstu embættin, og að lokum sitja þar hreinir fasistar, og þingið, sem álti að framkvæma vilja þjóðarinnar, eins og hann „birtist í alménnum og frjálsum kosningum“ með því að grípa fyrir rætur fas- ismans, samþykkti loks að fela einræðisvald i liendur þeirra afla, sem þeim var falið að berjast í gegn. Þannig er sagan um það, hvernig lýðræðið var að velli lagt í „móðurlandi lýðræðisins.“ Það var þingræðið, sem lagði

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.