Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 51
TÍMARIT MÁLS OG MENNIXGAR
233
sama dilk fyrir það að liafa gert sig sekan í þeim ósóma
að fá Halldór Laxness til að þýða rit sín á íslenzku! Það
skvldi engan undra, þótt fleiri velmetnir borgarar en
landlæknirinn láti sér ekki á sama standa um það, ef á
þennan liátt mætti svipta hvaða íslending sem er öllu lifs-
öryggi.
III.
Vitanlega leggur Vilmundur aðaláherzluna á það, að
ekki sé liægt að nota tillöguna til ofsóknar iá „alsaklausa“
menn, eins og hann sjálfan og Arna frá Múla. En þess
sjást einnig ljós merki, að honum hefur verið alvara að
ráðast gegn þeim ásetningi tillögumanna að gefa valda-
mönnum landsins enn víðtækari rétt til atvinnulegra of-
sókna á hendur sósíalistum á Islandi en verið hefur. Ég
ei’ honum þakklátur fvrir það. En mitt í vörn sinni fyrir
okkur „kommúnistana“, þá gerir liann svo vel og kallar
okkur óaldarflokk. Þar með liefur hann raunverulega
lýst því vfir sem sjálfsögðum hlut, að við værum sviptir
öllum rélti til flokksstarfsemi, því að það verður hver
einasti lýðræðissinni að skilja, að svo langt má lýðræðið
ekki ganga í umburðarlyndi sínu, að það leyfi óaldarflokk-
um að vaða uppi óhindrað.
Eins og gefur að skilja, þá finnst mér nokkuð nærri mér
höggvið með þessum ummælum. Ég er ekki aðeins flokks-
bundinn í Sameiningarflokki alþýðu, sem gengur undir
nafninu Kommúnistaflokkur meðal andstæðinga okkar,
auk þess var ég i Kommúnistaflokki íslands, meðan hans
naut við, og mér er Ijúft að viðurkenna það, hvar og hve-
nær sem er, að ég mvndi ganga í kommúnistaflokk um
leið og liann yrði aftur stofnaður hér á landi. En ég felli
mig afar illa við það, að ég og félagar mínir séu stimpl-
aðir sem óaldarlýður. Ég ætla ekki á þessum stað að færa
rök að þvi, að við munum ekki eiga þetta heiti skilið, til
þess væri ég reiðubúinn, hvenær sem einhverjum góðum
manni þóknaðist að reyna að færa sönnur á það, að þetta
lfi