Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 58
240
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ernisregla gæti hljóðaö eitthvað á þessa leið: Gerðu (ef þér
sýnist svo) ráð fyrir þvi, að þú lifir áfram með riokkurum hætti
i niðjum þínum, en miðaðu líferni þitt við það, að þér beri að
stuðla að því að skapa sem mesta hamingju sem allra flest-
um með sem stytztum fresti.
Meginmunurinn er liér sá, að regla Nordals er einstaklings-
sinnuð, en þessi samfélagssinnuð, hin fyrri tekur til persónu-
legrar hreytni einstaklingsins, en hin síðari krefst félagslegrar
athafnar. Efnishyggjumaðurinn er raunveruleikans maður, tel-
ur fánýtt að safna sér fjársjóðum á himni. í efnishyggjuhug-
taki hans felst þetta, að eins og hinn eðlisfræðilegi veruleiki
(efnið) sé undirstaða lífsins í heild, þannig sé hinn þjóðfélags-
legi veruleiki undirstaða mannlífsins. Af þvi leiðir það, að til
þess að bæta mannlífið verður að breyta þjóðskipulaginu. Héð-
an liggur svo leiðin samkvæmt réttum rökum út i hina póli-
tisku baráttu.
Nú getur efnishyggjumaðurinn oft gerzt umsvifamikill í hinni
pólitísku haráltu og stundum ekki komizt hjá þvi að neyta þar
ráða, sem hann hlýtur að afneita i hjarta sínu. Hann á þarna
i liöggi við andstæðing, sem er voldugur i krafti þeirra þjóð-
félagságalla, sem efnishyggjumaðurinn vill afnema, á hagsmuni
sína skilyrðisbundna mannúðarleysi, ranglæti, ófegurð og skyn-
semiskorti þjóðskipulagsins, hefur gróðahvötina að siðferðisleg-
um grundvelli félagslegra athafna sinna og vílar ekkert fyrir
sér til þess að fullnægja henni, jafnvel ekki það að senda milj-
ónir manna út á blóðvöllinn. Efnishyggjumaðurinn neyðist því
til þess að nokkru leyti að beita vopnum andstæðingsins, ef
hann vill ekki verða troðinn niður.
Efnishyggjumaðurinn er nú oftast — og það þegar bezt læt-
ur — dæmdur eftir hinni pólitísku baráttu sinni, eins og hún
væri hans sanna eðli, þó að hún sé i rauninni andstæða eðlis
hans. Sannleikurinn er sá, að hin pólitíska barátta er efnis-
hyggjumanninum ill nauðsyn til þess að ná æðra takmarki. Hann
verður að stíga niður til heljar, til þess að geta stigið upp til
himna. Engum væri það kærara en honum, að öll pólitík væri
óþörf og hægt væri að breyta skipulaginu til batnaðar með skyn-
samlegum röksemdum einum saman. Og í framtíðarríki hans
þekkist ekki framar hin pólitiska barátta, og sjálf pólitikin er
þar þurrkuð út með öllu. Þar mun jafnvel ríkisvaldið veslast
upp og deyja, svo að skapað verður svigrúm hinu sannasta lýð-
ræði og fullkomnasta einstaklingsfrelsi, með takmarkalausum
rnöguleikum til persónulegs þroska.
Vissulega á nú efnishyggjumaðurinn kröfu til að vera dæmd-