Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Page 76
258 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Jóhanns Sigurjónssonar, ásamt ritgerS Gunnars Gunnarssonar um skáldið. Mál og menning hefur þolað eldraun sína á þessu ári. Þrot- lausum áróðri liefur verið haldið uppi til að rægja félagið, rikis- útgáfa var stofnuð til höfuðs þvi með miklum bægslagangi, dýr- tíð óx svo, að við urðum að draga mjög mikið úr útgáfunni og gátum ekki látið okkur detta í hug að keppa að bókatölu né arkatölu við hið nýja félag, sem fær fé eftir þörfum frá ríkinu, ýmist beinlínis eða eftir krókaleiðum. En ekkert af þessu liafði nein áhrif á félagsmenn Máls og menningar. Þeir stóðu fastir og tryggir eins og bjarg. Mál og menning hélt ekki aðeins fullri félagatölu, heldur hélt áfram að vaxa. Félagsmannatalan óx á árinu í Reykjavík einni um rúm 500 manns, og svipaður vöxt- ur var í félaginu um allt land, en skýrslur eru ekki komnar frá öllum umboðsmönnum. Þetta er augljóst vitni, svo að ekki verður á betra kosið, um vinsældir Máls og menningar og skiln- ing félagsmanna á starfsemi þess, en jafnframt ótvirætt svar islenzku þjóðarinnar við tilraunum þeim, sem gerðar hafa ver- ið til þess að linekkja Máli og menningu. Þjóðin hefur fullkomna vitneskju um, að allt, sem frá Máli og menningu kemur, er vand- að eftir beztu föngum, en jafnframt er litið á félagið sem öfl- ugasta vígi menningar og frjálsrar hugsunar i landinu. Þó reynir enn og framvegis á tryggð og skilning félagsmanna. Við getum ekki sætt okkur við að láta útgáfuna ganga meira saman. Við höfum i lengstu lög viljað forðast að auka útgjöld félagsmanna. Okkur er það vel ljóst, að i Sláli og menningu er margt af fálækasta fólkinu í landinu, sem munar um hverja krónu. Af skilningi á erfiðleikum fátækrar alþýðu að afla sér nytsamra hóka, stofnuðum við einmitt Mál og menningu og ruddum þar með nýja hraut í hókaútgáfu hér á landi. Við kusum á þessu ári að minnka heldur útgáfuna en hækka árgjaldið, þó að allt verð- lag hafi stórliækkað. En nú um áramótin hækkar enn prentunar- kostnaður og j)ó sérstaklega pappirsverð, svo að miklu munar. Frá þvi Mál og menning var stofnað, hefur pappír alltaf verið að hækka, og verður 1941 meira en tvöfalt dýrari en fyrir 3—4 árum, auk þess sem prentunarkostnaður hefur á sama tima hækkað um 40—50%. Hjá gjaldeyrisnefnd ríkja þau lög, að prentsmiðjur einar fá innflutningsleyfi á pappir, og liefur Mál og menning því orðið að kaupa allan pappír til útgáfu sinnar með álagningu prentsmiðjanna. Við eigum nú ekki nema um tvennt að velja, annaðhvort að minnka útgáfu félagsins ennþá meira

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.