Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Side 78
2G0 TÍMARIT MÁLS 0(i MENNINGAR: Arfur íslendinga verður í 5 bindum i sama broti og „Vatna- jökull“. Allt ritið verður 200 arkir, eða 1600 blaðsíður, þar af nærri 300 blaðsíður myndir. Efnisskipting verður á jiessa leið: I. bindi. Island. 1) Myndunarsaga landsins, hinn jarðfræði- legi grundvöllur. 2) Landið sem mannabústaður, skilyrðin, sem það hefur búið þjóðinni: Loftslag og veðurfar. Landgæði. Vatns- gæði. Hættur. Aðrir erfiðleikar. Fegurð og tign. 3) Hvernig þjóð- in hcfur nytjað landið og búið að því: Landbúnaðarsaga. Fisk- veiðar og annar veiðiskapur. Hlutfallið milli tveggja aðalat- vinnuvega landsmanna á ýmsum límum og frá ýmsum sjónar- miðum. Byggðarsaga. Húsagerð. Samgöngur. Sögustaðir. 4) Fram- tíðarhorfur, ónotaðir eða lítt notaðir kostir, víti, sem varast þarf, o. s. frv. II. —III. bindi. Islenzkar minjar. Þessum tveimur bindum verður skipt í þrjá aðalþætti: 1) íslenzk tunga, gildi hennar fyrir þjóðina, höfuðþættir úr sögu hennar, ástand tungunnar nú á dögum, livað brýnast þarf að gera henni til viðhalds og þroska. 2) Islenzkar bókmenntir. Ritgerðir um þá höfunda og bækur frá fyrri og siðari tímum, sem standa munu sem varðar íslenzkr- ar hugsunar og snilli og hverjum manni er skyldas! að þekkja. 3) Aðrar listir, sem þjóðin hefur lagt þá rækt við fyrr og síð- ar, að varanlegar og sérstæðar minjar séu um. í þessum bindum verða alls rúmar 40 ritgerðir. IV.—V. bindi. íslenzk menning. í þessum bindum verður reynt að gera grein fyrir liinum sögulega arfi þjóðarinnar, ör- lagaþáttunum í sögu íslendinga, hvernig saga þjóðarinnar lief- ur mótað hana og setur svip á hana nú á dögum. — Til viðbót- ar — og af því að Arfur íslendinga á að geta verið handbók, sem hægt er að fletta upp í, jafnframt því sem megináherzlan er lögð á skilning og orsakasamhengi, — kemur í V. b. stuttur annáll frá upphafi landsbyggðar til nútímans, yfirlit um hag- sögu og verzlunarsögu, mannfjölda á ýmsum tímum o. s. frv. Að bókarlokum verður nákvæm efnisskrá og nafnaskrá við allt verkið. Við þá atburði, sem gerðust á þessu ári, hernám landsins, hefur útgáfan á Arfi íslendinga fengið nýtt gildi fyrir íslenzku þjóðina. Aldrei fyrr hefur þjóðinni verið það jafn mikil lifs- nauðsyn að gera sér sögulega grein fyrir, hvaða eigindir og andleg verðmæti það eru, sem fyrst og fremst hafa gefið henni tilverurétt sem sjálfstæðri menningarþjóð, og lífi hennar þraut- seigju gegnnm allar aldir til að þola „áþján, nauðir, Svartadauða“.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.