Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Qupperneq 80
2(52
'J'ÍMARIT MÁLS OO MENNINGAR
en Josef Stalin, þó að ég vilji ekki a'ð óreyndu bera brigður
á hjálpsemi hans, ef til hans hefði verið leitað.
Það for ekki betur með ferðastyrk þann, sem Jónas hefur veitt
mér til heimferðarinnar, úr féhirzlum Stalins, en útgáfustyrk
þann til Máls og menningar og annarra bókmenntalegra fyrir-
tækja (m. a. útgáfu rita Gunnars Gunnarssonar), sem átti að
koma úr sama sjóði. Hvorugt liefur komið fram, — enda um
hvorugt verið beðið. Skyldu þessir peningar vera einhversstað-
ar á flækingi og Jónas vita um þá, er hann vinsamlegast beð-
inn að koma þeim til skila. Að öðrum kosti verðum við án
þeirra að vera, — ég að sveitast við að borga það, sem ég varð
að „slá“ í Ameríku til viðbótar við farareyri minn frá Svíþjóð,
— félagar Máls og menningar að borga sínar bækur sjálfir, eins
og þeir hafa gerl hingað til, eftir ströngum taxta, sem aðeins
fjölmenn samtök sjálfra þeirra gera bærilegan.
Kr. E. A.
Samþykktir fyrir bókmenntafélagið Mál og menning.
1. gr. Félagið heitir Mál og menning. Heimili þess og varnar-
þing er í Reykjavik.
2. gr. Tilgangur félagsins er að efla frjálsa þjóðmenningu með
bókaútgáfu og annarri upplýsingarstarfsemi.
3. gr. Félagi er hver sá, sem greiðir árgjald til félagsins.
4. gr. Félagar fá venjulegar útgáfubækur félagsins fyrir ár-
gjald sitt.
5. gr. Felagar bera ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins
umfram árgjald sitt.
6. gr. Félagsráð skipa 25 menn fæst og 3G menn flest. Þeir
eru kosnir á aðalfundi til 5 ára í senn, og má endurkjósa þá.
7. gr. Fulltrúar í félagsráð eru upphaflega tilnefndir af stofn-
endum félagsins, en siðan kjörnir af félagsráði sjálfu, þangað til
öðriL visi verður ákveðið. Kosning fer fram skriflega og að fram
komnum uppástungum, og er sá fulltrúi löglega kosinn, sem fær
atkvæði meiri hluta alls félagsráðs.
Vikja má fulltrúa úr félagsráði, áður en kjörtímabil hans er
út runnið, og þarf til þess atkvæði % allra fulltrúa.
8. gr. Félagsráð hefur æðsta vald í málefnum félagsins.
Hlutverk félagsráðs er:
a ð setja félaginu samþykktir,
a ð kjósa félaginu stjórn,
a ð ákveða árgjald félagsmanna,