Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Page 17
TÍMARIT MÁLS OG MENN2NGAR 223 samsetningarliðurinn (heljar) nafnorðsmerkingu, en fyrsti liðurinn (smá) í hinu síðara hefur lýsingarorðs- merkingu. En afturámóti eru þau borin fram, hugsuð og rituð sem tvö orð væru í merkingunni óravegur og smávegis fiskveiðar: heljar vegur, smd fiskveiðar1), og lieljar fær hér lýsingarorðsmerkingu og smá atviksorðs- merkingu. Hliðstæð framhurðar- og merkinga-hvörf, sundur- greining og flokksmarkaskipti geta einnig átt sér stað í samfellum tengjandi orða og vissra atviksorða. Ef vér viljum t. d. leggja sérstaka áherzlu á orsakarmerk- inguna í samtengingunni afþvíað, greinist hún sundur í þrjú sjálfstæð orð: af því, að, sem öll fá sjálfstæða áherzlu, af verður forsetning, því fornafn, en samteng- ingarmerkingin lendir á að og orðasambandið breytir um merkingarblæ. Dæmi: Það var hara af því, að eng- inn vildi lita við henni. Eins er ástatt um vissa teg- und atviksorða: Síðla kvölds komu þeir til einlwers staðar, sem þeir höfðu aldrei komið á áður. Ef við berum orðasamhandið einhvers staðar í þess- ari setningu saman við samsvarandi orð í setningunni: Hnífurinn hlýtur einhversstaðar að vera, sjáum við, að munur þeirra er sá, að í siðari setningunni er einhvers- staðar samfella með atviksorðsmerkingu, en í hinni fyrri eru orðin sundurgreind í tvö sjálfstæð orð, bæði með aðaláherzlu, þarsem einhvers er fornafn og staðar nafnorð, er bæði stjórnast af forsetningunni til. Með þessari greinargerð vildi ég leiða rök að því, að það sé enginn eðlismunur á samruna tengjandi orða og vissra atviksorða og samruna orða úr öðrum orð- flokkum málsins. Það séu því engar ástæður til í sjálfu málinu, er réttlæti það ósamræmi, að rita hin fyrri 1) Sumir myndu sennilega rita hér smá-fiskvei6ar, en það- breytir engu um framburÖ og merkingu orðsins eða flokks- mark fyrsta samsetningarliðarins.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.