Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Side 65
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 271 an aldur. Barthou var myrtur að undirlagi ítalskra og þýzkra fasista, og stefna hans var myrt með honum. Pierre Laval, sem mestu réð um utanríkisstefnu Frakk- lands eftir fráfall Barthous, ónýtti í reynd allar að- gerðir fyrirrennara síns og veitti Þjóðabandalaginu hanasár með samningum sínum við Mússólíni i Abess- iniumálinu. Þegar stjórn Alþýðufylkingarinnar settist við völd var handalagskerfi Frakklands i rjúkandi rúst- um og Hitler kominn með her manns inn i Rínarlönd- in. England kúgaði Fralddand til að láta hervæðingu Rínarhéraðanna afskiptalausa og hótaði því að öðrum kosti að sitja hjá, ef Frakkland lenti í striði við Þýzka- land. Á þeirri stundu hefst nýr þáttur í hrakningabálki Frakklands. Það hafði nú orðið fáa eða enga við að styðjast nema England. En þetta England var í hönd- um fámennrar þjóðstjórnar- og auðvaldsklíku, sem bú- in var að missa stéttarmeðvitundina, og lét ekki stjórn- ast af öðru en næpulegustu stéttarfordómum. Þessi klíka var engum kostum Jjetur húin en hin franska stallsyst- ir hennar, nema hvað hún var ríkari að brezkri skin- helgi. Þetta brezk-franska spyrðuband dró lýðræðið út í ógæfuna. En ein syndin hýður annarri heim. Nokkrum mán- uðum eftir að landamæraborgir Frakklands í norð- austri voru komnar í skotmál við fallbyssur Hitlers, dró upp bliku á suðurhimni Frakklands, þar sem ekki hafði verið ský á lofti öldum saman. Á Spáni gerði afturhaldið uppreisn gegn spönsku lýðveldisstjórninni og féldc vopn, vistir og mannafla frá Þýzkalandi og Italíu. Það gat engum dulizt, hver háski var búinn Frakklandi, ef uppreisnarmenn yrðu vfirsterkari. I stað vinsamlegrar lýðveldisstjórnar mundu „héraðsstjórar" Iiinna fasísku rikja halda vörð við Pyreneafjöllin. Samgönguleiðir Frakklands við nýlendur þess í Norð- urafríku voru í vísum voða og stytzta sjóleið Breta til nýlenduveldis þeirra í Afríku og Asíu gat orðið ófær, ef

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.