Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Side 70
276 TIMARIT MALS OG MENNINGAR lieldur nýtt stríð. Tækifæri til samfylkingar gegn naz- ismanum er nú mönnunum aftur gefið. Sagan er ör að tækifærum, en mennirnir eru ekki að sama skapi hand- fljótir að gripa þau. Mennirnir læra að vísu seint, en þeir læra samt. Samfylkingarhugmynd síðustu ára var vængstífð og kyrkt af myrkravöldum stórauðvaldsins og þjónum þess. Allur heimurinn stynur nú undir af- leiðingunum. Nú er samfylkingarhugmyndin aftur kom- in á dagskrá. Hún er tilverumynd lýðræðisins á vor- um dögum. Þegar lýðræðisöflin, sem nú eru særð og sundruð, fá velt af sér fargi nazismans, verður nýr leikur liafinn af mönnum, sem hafa skírzt í eldi þján- inganna, og þá mun frönsk alþýða gera þá lýðræðis- hugsjón að veruleika, sem hún hefur barizt fyrir í liálfa aðra öld. Halldór Kiljan Laxness: ísland og Frakkland. Einusinni sem oftar var ég á gangi á Englendinga- skeiðinu í Nissu og verður mér þá litið í glugga ferða- skrifstofu einnar þar sem hangir kort mikið af heim- inum. Sem að líkum lætur drógust augu mín fyrst að mynd íslands á kortinu, en hversu undrandi varð ég ekki þegar ég sá þar markaða á suðurströnd lands- ins staði með löng nöfn, sem komu mér ókunnuglega fyrir sjónir, en ekkert hirt um fræg staðaheiti eins og Heklu, Geysi, Reykjavík, Drangjökul og Kröflu, sem jafnan prýða vanaleg erlend landahréf af Islandi. Og með því stafsetningin á þessum löngu staðanöfnum

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.