Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1941, Side 95
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 301 Ljóðum Guðfinnu, kristallast ekki um neina aðalhugsun, heldur er því líkast sem þrœddar séu á band misjafnlega samstœðar hugsanir og skynjanir, og sumar á dulmáli: Og drottinn blessar ’inn harða hóf (sbr. sólþrestir drottins í kvæðinu Strengjaþáttur í D-moll). Ég fæ ekki skilið, hvað menn eins og Guðmundur Finn- bogason og Jakob Jóh. Smári eru að fara, þegar þeir skrifa um þessi ljóð sem fullkomin snilldarverk, bera þau jafnvel sam- an við beztu Ijóð Einars Benediktssonar. Ég sé ekki, að skáld- konunni sé neinn greiði gerður með slíku. Gunnar Benediktsson: Brýtur á boðum. Víkingsútgáfan. Reykjavík 1941. Þessi skáldsaga Gunnars Benediktssonar gefur tilefni til marg- víslegra hugleiðinga um list og boðskaparstefnu í listum. Ég liefði viljað skrifa rækilega um þetta efni og mun sennilega gera það siðar. Hér er höfundur með marxistiska lífsskoðun, er setur fram persónur sínar i ljósi stéttagreiningar þjóðfélagsins og skýrir breytni þeirra og hugmyndalif i samræmi við aðstæður þeirra i þjóðfélaginu. Höfuðpersóna bókarinnar, dóttir verklýðs- leiðtoga, sem er sósíaldemokratisk, giftist lögfræðingi með borg- aralegan hugsunarhátt. Á heimili föður síns hefur hún kynnzt sjónarmiðum stéttabaráttunnar og fengið saniúð með málstað verkalýðsins. Auk Jiess hefur hún æskukynni af verkamanni, seni er kommúnisti. Þó að hún flækist í hjónaband með borgaran- um, er hún fráhverf honum frá upphafi og fjarlægist hann enn meira við að kynnast yfirstéttarskoðunum hans og lifsháttum. Sagan gerist í Reykjavik árið 1932, þegar verkalýðurinn átti í harðri baráttu og var í uppreisnarhug. Hin unga borgarafrú dregst að verkamanninum og lifsviðhorfi hans, svo að hún ný- gift vanrækir heimili sitt, fylgist með í fundarhöldum verka- manna og götubardaganum 9. nóv. Söguefnið er ágætt, og ekkert út á byggingu sögunnar að setja, eins og hún er hugsuð í stór- um dráttum, og sjónarmið höfundarins liefði átt að vera hon- um hjálp til að gera úr þessu efni góðan skáldskap. En efnis'- meðferð, persónulýsingar, stíll og jafnvel mál er með þeim liætti, að sagan er stórgölluð sem skáldverk. Margir viðburðirnir ger- ast of óundirbúnir, málflutningur ber eðlilega frásögn ofurliði, persónurnar eru of miklar hugsmíðar, ekki nógu sennileg- ar, sambúð liinna ungu lijóna er með ólíkindum, pólitísk hlut- drægni i frásagnarstilnum. Mig undrar það jafnvel mest, hvað Gunnari Benediktssyni, sem er einhver snjallasti ritgerðahöfund- ur, sem við eigum, bregzt stíll og málfegurð i sögunni. Þótt Gunnar geri ekki nema skrifa litla blaðagrein, er á henni per-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.