Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Qupperneq 18
8 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gefi lítið eða ekkert í aðra hönd, en vinnukrafti fjármanns sé sólund- að ef hann geymi færri en 200 kinda. Arður af fjárbúskap er allur kominn undir natni og nærfærni fjármanns. Manni sem hirðir 200 kinda bú ætla svíar 3000 sænskar krónur í árslaun. Hér á íslandi lætur nærri að árstekjur af einni á jafngildi dag- launum almenns verkamanns miðað við dagsbrúnarkaup. Af því má draga þann lærdóm að maður sem ællar að lifa við almenn verkamannskjör af sauðfé getur ekki lagt upp með færri rollur en dagarnir eru í árinu — og eru þá sunnudagar daglaunamannsins látnir mæta vanhöldum fjárins. Flettum upp í fasteignamatinu á ein- hverjum meðalhreppi þar sem aðaltekjustofn landbúnaðarfyrirtækj- anna er sauðfjárrækt, t. d. Rauðasandshreppi. í þessum sauðfjár- hreppi eru 47 bygðar jarðir. Séu tekjur af hverri kind látnar sam- svara einum daglaunum, sem er þó áreiðanlega ofílagt, sést að í hreppi þessum vinna 35 bændur fyrir minna en 100 daglaunum á ári, þaraf 9 undir 50 daglaunum. Aðeins einn bóndi í hreppnum kemst uppfyrir 200 daglaun almenns verkamanns á ári. Eftir dag- launum almenns verkamanns táknar búskapur af þessu tagi atvinnu- leysi á háu stigi — á sama tíma og eftirspurn vinnukraftar er óþrot- leg í landinu. Bændur Rauðasandshrepps vinna að meðaltali 75 daga á ári, hver maður, reiknað í daglaunaeiníngum, en eru at- vinnulausir að meðaltali 290 daga ársins, hver maður. Af fasteigna- mati er að sjá sem aðaltekjustofn þessara 47 bænda sé sauðfjár- eign, en fé hreppsbúa telst mér vera rúmlega hálft fjórða þúsund kindur samtals. Nautgriparækt er svo lítil að mennirnir mundu jafnt geta stundað hana í hjáverkum þó þeir væru bílstjórar, smiðir eða frægir rithöfundar, — flestir hafa 1 eða 2 kýr, nokkrir 3, tveir menn 4. Ég veit ekki hversu margir vinnandi menn eru í hreppnum, en öll fjóreign hreppsbúa er ekki meiri en svo að aðeins tíu menn gætu haft af henni tekjur samsvarandi árslaunum almenns verkamanns, og þó þvíaðeins hver kind úng sem gömul gefi af sér verkamannsdaglaun. Ég er persónulega ókunnugur á þessum stað og skal ekki um segja hvort fólk það sem býr í hreppnum hefur lífsuppeldi sitt af öðrum störfum, t. d. sjósókn (20 jarðir teljast hafa útræði) eða daglauna- vinnu. Eftir því sem fasteignamatið tjáir um þægindi þessa fólks getur það varla haft miklar tekjur annarsstaðar frá, svo fátt sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.