Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Page 21
UM DAGINN OG VEGINN 11 grautargerð, útjöskuð „lýrisk“ undanrennu-undanrenna einsog tíðk- aðist hjá verstu tónskáldum í Danmörku fyrir hundrað árum, nema hér liefur skapast úr þessum útlenda samhellíngi nokkurskonar and- leg stefna innlend, sem nefna mætti íslenska væmni. í þessari „tón- list“ skipa alskonar veikindalög mikinn heiðursess, en þó einkum svokölluð vöggulög. Þessi íslenska væmni, sem stundum hefur líka verið nefnd kell- íngarhjarta, finst ekki í upprunalegri íslenskri list einsog fornsögum, eddum, þjóðlögum okkar, eða útsaumsmyndlist fornri. Eg hef stundum verið að hugsa um hvernig á því stendur að íslensk vöggu- lög eru alveg sérstaklega ógeðsleg svo maður skyrpir lángt þegar byrjað er að gaula þetta. Er það vegna þess við höfum orðið fyrir áhrifum af vísindalegri barnahjúkrun nútímans, sem telur hættulegt börnum að rugga þeim og fordæmir rugguna? Eða förum við í barm sjálfra okkar og spyrjum hvernig okkur yrði við ef risar kæmu og tækju til að velta rúminu okkar á ýmsar hliðar með saunglist í hvert skipti sem við rumskuðum? Þó held ég hitt ráði mestu að við finnum á okkur að vagga er ekki íslenskt tæki og þessvegna ekki heldur íslenskt tákn, fremur en t. d. harpa, þó orðið komi fyrir í gömlum máríuvísum. Ég efast um að vöggur hafi verið alment tíðkaðar á íslandi fyren um síðustu aldamót að þær breidd- ust út til íslenskra smáborgara frá dönskum kaupmannaheimilum í Reykjavík og á Eyrarbakka. Ofrjósemi okkar í tónskáldskap er þeim mun hrapallegri sem við eigum dýrmætari og merkilegri fjársjóð þjóðlaga en flestar þjóðir. Það er eitt einkenni nútímamenníngar okkar, eða réttara sagt menn- íngarleysis, að þessi auðlegð, sem gerir okkur sérstæða í heiminum, er einskisvirt og fyrirlitin í landinu. Erindrekar dansks kirkju- saungs, sem var í eðli sínu þýsk öpun einsog allur danskur prótest- antismi, sviðu innlenda þjóðlagið forna niður í rót á nítjándu öld miðri, og síðan hefur hinn veiki en hreini tónn íslands, þessi forni villigróður, ekki borið sitt bar, en hatursmenn hans og spottarar kallast brautryðjendur íslenskrar tónmentar. Tónn Islands kvaddi í laginu okkar við forna alþjóðlega hexameterinn, ísland farsælda- frón, sem sigraði landið rétt á undan Pétri Guðjohnsen — og beið ósigur fyrir hinu alútlenda lagi Sveinbjörnsons við ó guð vors lands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.