Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Síða 25
UM DAGINN OG VEGINN 15 Vegurinn Mætli sveitamaður sem oft þarf að skreppa í kaupstað stynja upp litlu erindi um veginn: er ekki hægt að hafa veginn betri? Og af hverju er ekki hægt að hafa veginn betri? Vegir þeir sem mest eru eknir, kríngum höfuðstaðinn, virðast ekki gerðir handa þeim farartækjum sem landsmenn nota, heldur handa einhverskonar kraftbifreiðum ætluðum fyrir crosscountry- akstur og hernað. Þó þeir hángi í því að heita færir eru þeir flesta daga ársins óboðlegir farartækjum siðaðra manna. Af hverju má ekki hafa vegi okkar við hæfi farartækja okkar á fjölförnustu leið- unum, sem bæði eru fáar og stuttar? Þeir hjá Ford segja mér að bifreiðaviðgerðir hér séu sakir vondra vega sjö sinnum meiri en annarsstaðar. Helmíngsmunur þykir mik- ið í hverju efni, en sjö sinnum, hvað á að segja um slíkan mun? Þessir óvegir eru fyrst og fremst gróðafyrirtæki bílviðgerðastöðva, maður skyldi næstum freistast til að álykta að mennirnir sem eiga að sjá um veginn hljóti að eiga bílviðgerðastöðvar. Vegamálastjóri okkar hefur sýnt mikinn myndarskap í því að flytja inn frá Ameríku nýtísku vegavinnuvélar, miklu betri en not- aðar eru til vegagerða í flestum löndum heims. Fyrir þetta á hann lof skilið, góð verkfæri eru mikill menníngarauki. Aðeins hefur honum láðst að panta þá vél sem gert geti góða vegi, sæmilega ak- færa flesta daga ársins einsog siður er í öðrum löndum — meira að segja þar í löndum sem menn flytja ofaníburðinn á sjálfum sér í körfum og þjappa púkkinu með handhnöllum. Mestöll bifreiðaumferð landsins fer fram á hinni stuttu leið aust- uryfir fjall og um nærsveitir höfuðborgarinnar. Á þessum leiðum á auðvitað að byggja vegi sem eru góðir alla daga ársins, en ekki vondir flesta daga einsog nú; malarvegi má hafa í fjarsveitum þar sem fer einn bíll á dag eða einn bíll í viku.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.