Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Side 54
44 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hér kemur nú flokkakreddan meS sitt venjulega svar: Já, en í Rússlandi er ekki leyfður neinn pólitískur flokkur nema Kommún- istaflokkurinn! En hefur ekki þegar verið sýnt fram á, að rússneski Kommún- istaflokkurinn er alls enginn pólitískur stéttarflokkur og í þjóðfélagi, þar sem ekki eru til neinar hagsmunastéttir, er öllum slíkum flokk- um ofaukið? Og hefur ekki enn fremur verið gerð grein fyrir því, að pólitísk flokkabarátta er svo fjarri því að vera nokkurt skilyrði fyrir lýðræði, að með henni er beinlínis loku fyrir það skotið, að raunverulegt lýðræði geti átt sér stað? Er ekki auðskilið, að þótt það séu nær eingöngu hinir pólitísku stéttarflokkar, sem annast framboð og kosningarekstur á vettvangi hins ófullkomna borgara- lýðræðis, þá er slíkt vitanlega ekkert náttúrulögmál, og i þjóðfé- lagi, þar sem ekki eru til neinar hagsmunastéttir, hljóta önnur sam- lök að annast þessa starfsemi? En slíkt er ekkert lýðræði, anzar sú smáborgaraheimspeki, sem aldrei getur ímyndað sér nokkurn hlut á annan veg en hún hefur sjálf vanizt. Þetta er reyndar alveg eins og með skrælingjana á nyrzta hjara heims. Þeirra himnaríki er jökulflæmi, þar sem að vísu má fá gnægð af fugli, sel og öðru veiði- fangi, en þegar þeim er frá því skýrt, að í himnaríki annarra þjóða séu sígræn sumarlönd, þar sem menn lesi gómsæta ávexti af aldin- trjám, láta þeir sér fátt um finnast. Slíkt er ekkert himnaríki, segja þeir. Raunar er flokkaframboðið ekkert lögboðið fyrirkomulag í borg- aralýðræðisríkjum. Hér á landi er til dæmis ekkert því til fyrir- stöðu, að menn megi bjóða sig fram utan flokka, enda kemur það stuudum fyrir, að einstaklingar bjóði sig þannig fram á eigin spýt- ur. Hugsum oss nú, að slíkt færðist i vöxt af einhverjum ástæðum, svo að eftir nokkurn tíma yrði þannig komið, að allir þingfulltrú- arnir væru boðnir fram utan flokka. Þetta væri á engan hátt and- stætt stjórnarskrá Islands, og að hvaða leyti skyldi slíkt fyrirkomu- lag vera ólýðræðislegra en flokkaframboðið? í borgaralýðræðislöndunum eru frambjóðendur venjulega á- kveðnir af fámennum flokksstjórnum. Í Ráðstjórnarríkjunum, þar sem kosningastarfsemin er ekki rígbundin í flokksviðjar, eru fram-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.