Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Side 77
MINNINGABÆKUR OG ÞJÓÐLEG FRÆÐI 67 hinna sem vitað er að erfiðlegar mundu seljast. Með því móti mætti reka slíkt fyrirtæki án tilfinnanlegs kostnaðar af hálfu hins opinbera. Að vísu ætti nokkur kostnaður af ríkisfé síður en svo að vera neinn þröskuldur í vegi slíkrar starfsemi, því að það er bein skylda hverr- ar þjóðar sem vill heita menningarþjóð að hlynna að slíkum rann- sóknum og útgáfum eftir megni. Loks ætti slíkt útgáfufyrirtæki að geta lagt þá alúð við sjálft útgáfustarfið að rit þess yrðu til fyrir- myndar um vandvirkni og frágang. Væri þá frekar von til að ó- prúttnir útgefendur kæmust ekki lengur upp með óhæfilega hroð- virkni í útgáfu merkisrita. Annar megingalli þessa skipulagsleysis er sá að skilyrði skortir til nauðsynlegra rannsókna á sögu landsins, bókmenntum og menningu svo og útgáfu yfirlitsrita um þessi efni, bæði vísindarita og bóka við almennings hæfi. Slík störf verða ekki unnin svo að gagni komi nema með töluverðum tilkostnaði sem ekki gefur beinan arð, a. m. k. ekki fyrst í stað, svo að ekki er hægt að ætlast til að einstakir bókaútgefendur leggi í slík stórvirki upp á eigin spýtur. Það sem unnið hefur verið á þessu sviði hingað til er lítið annað en söfn- un efnis og einstaka sundurlausar rannsóknir á takmörkuðum verk- efnum, þegar sleppir fornbókmenntunum. Hér er mikið starf fram undan og meira en ein kynslóð fái annað, en nú ætti að vera tími til kominn að hefjast handa á stórvirkari og skipulagðari hátt en áður. Það sem hér hefur verið drepið á er ekki sagt til þess að kasta rýrð á starfsemi bókaútgefenda ó síðustu árum, heldur til þess að vara við þeim hugsunarhætti að allt sé í lagi og eins og það á að vera á þessari blómaöld íslenzkrar bókaútgáfu. Efniviður til ís- lenzkrar þjóðarsögu hefur aukizt, þó að allt of lítið hafi verið gefið út af áður óprentuðum ritum. Hitt er þó íhugunarverðara hve lítið hefur verið gert að því að vinna úr því efni sem til er, á þann hátt að það komi almenningi og fræðimönnum að fullum notum. Áhugi okkar íslendinga á persónusögu og ættfræði hefur alltaf verið mik- ill og rit um þau efni vinsæl. En því er ekki að neita að margt sem á því sviði hefur verið skráð er næsta ófrjótt, og því erfiði sem til þess hefur verið varið hefði oft verið betur stefnt í aðra átt. ís- lenzk sagnfræði hefur of lengi verið tóm persónusaga. I þessu sjón- armiði liggur gífurleg hætta fyrir íslenzka fræðimennsku. Menn sjá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.