Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Síða 88
JÓH. GUNNAR ÓLAFSSON: SAGA VESTMANNAEYJA Sig/ús M. Johnsen: SAGA VESTMANNAEYJA I—II. Um sögu Vestmannaeyja eru fáskrúðngar heimildir til loka 16. aldar. Land- náma segir frá upphafi byggðar þar og nafngjöf eyjanna, en við Islendinga- sögur koma þær ekki, að heitið geti. I Holta-Þóris sögu er að vísu sagt frá atburðum, sem þar urðu á söguöld, en ]>að kver hefur ekki verið talið til íslendingasagna, og því léleg heimild. En hún er vafalaust sönn, þótt hún sé ekki sannsöguleg. Þar er sagt frá fuglaveiðum Rangæinga í Eyjum og víga- ferlum, sem leiddu af deilum um veiðina. Síðan bregður Vestmannaeyjum fyrir með löngu millibili, en litlar sögur fara af eyjarskeggjum sjálfum. Frá kirkjubyggingu árið 1000 er sagt í sögu Ólafs konungs Tryggvasonar, og er sú frásögn endurtekin í Kristnisögu. Þá hafa Vestmannaeyingar verið orðnir blendnir í hinni heiðnu trú, Ásatrúnni, eins og raunar verulegur hluti annarra íslendinga. Hof þeirra og hörgar eru brotin niður, án þess að sögur fari af því, að nokkur andstaða hafi risið. Á 12. öld eru Vestmannaeyjar keyptar til staðar í Skálholti af Magnúsi Einarssyni biskupi. Ennþá er sagt frá kirkjubyggingu árið 1198, og vígsluför Páls Jónssonar biskups út í Eyjar á því sumri. Um þær mundir er kristinn siður orðinn rótgróinn í landinu. Menn eru orðnir rammkaþólskir. Helgi Þor- láks Þórhallssonar biskups kemur upp, og jarteinir gerast af hans völdum í Vestmannaeyjum. Þær eru skrásettar af Páli biskupi samtímis og síðar af öðrum. Þær gefa okkur lifandi mynd af lífi fólksins. Páli biskupi gaf ekki leiði úr Landeyjum til Vestmannaeyja, sökum þess að hrim var fyrir Söndum. Var þá heitið á Þorlák biskup og gaf þá byrleiði. Konur höfðu þvegið klæði mörg, sem hafa þurfti í veizlu þeirri, er Páli biskupi var húin. Votviðri var, en þær hétu á Þorlák, og gerði þá sólskin svo heitt, að klæðin þornuðu. Menn fóru á skipi úr Vestmannaeyjum og hrepptu óveður og ósjó. Hétu þeir á hinn sæla Þorlák, og þegar varð mikið logn. Flyðra sleit færi fyrir fátækum manni. Hann hét á hinn blessaða Þorlák. og rak þá flyðruna á fjörur og færið með henni. Þeir, sem meinum voru slegnir, nutu einnig af helgi Þorláks og krafta- verkum. Hann styrkti þá í störfum hins virka dags, og því sjáum vér nú, hvernig lífi þeir lifðu. I upphafi 15. aldar setjast Englendingar að í Eyjum og stunda þaðan útveg og verzlun fram yfir siðaskiptatíma. Ahrifa þessara hrezku sjómanna gætir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.