Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Page 93
SAGA VESTMANNAEYJA 83 Kirkja Ærið hjákátlegt er að sjá það, að höf. prentar á latínu, án þýðingar eða skýringa, gjafabréf Arna Þorlákssonar biskups. Nú á tímum lesa víst fáir latínu sér til sálartjóns. Það sakar því sennilega ekki, að endurprentunin er full af vitleysum og að felldar hafa verið úr heilar og hálfar setningar, sem miklu máli skipta. Máldagar kirknanna eru þarna einnig prentaðir, og er þar skemmst af að segja, að sú endurprentun er einnig mjög svo ónákvæm. Sér- staklega er aðgæzluvert, að prentað er xllj í stað xiij, og vita það allir, sem þekkja rómverskar tölur. Þá hefur höf. lesið rangt úr þessum tölum: uj og xuj, sem hann telur vera 2 og tólf í stað sex og sextán. Þarna stendur u fyrir v. Af ummælum höf. bls. 69, þar sem hann segir, að eldri máldagi Ofanleitis- kirkju sé ekki til en þessi frá 1491—1518, og getur um máldaga settan af Oddi biskupi, mætti halda að höf. vissi ekki hvenær Oddur hefði verið biskup. En hann var eins og kunnugt er biskup árin 1589—1630, og væri því máldagi, sem hann hefði sett, um 100 árum yngri en máldagi Ofanleitis, sem nefndur var hér að framan. Þessi ummæli virðast því vera byggð á einhverjum mis- skilningi. Vestmannaeyjaprestar Prestarnir eru einu Vestmannaeyingamir, sem höf. gerir veruleg skil í þess- ari bók. Ekki eru ævisögur þeirra þó svo rækilegar sem skyldi, og ekki allt tínt til, sem kunnugt er um þá. — Þá vantar í prestaröðina á Kirkjubæ tvo menn, þá séra Eirík og séra Knút Pétursson, sem munu hafa verið prestar á Kirkjubæ hvor eftir annan næst á undan séra Jóni Jónssyni, en eftir að Gizur Vigfússon andaðist eða hætti prestskap. Séra Knútur var danskur að ætterni. Þegar hann tók við Kirkjubæ átti kirkjan 7 kúgildi, og voru þau eydd þegar séra Eiríkur andaðist. Svo mjög gekk af staðnum í tíð þessara tveggja presta. Og það, sem meira var. Þá tók umboðsmaður konungs af Kirkjubæ annan töðuvöllinn, allan Yztaklett og Danskabyrgi (Sögur og sagnir úr Vestmanna- eyjum II. 97). I ævisögu séra Guðmundar Högnasonar minnist höf. á stofnun barnaskóla í Vestmannaeyjum, en ekki er það nákvæmt. Sá skóli var með vissu stofnaður árið 1745, og starfaði senniléga alveg óslitið til 1760. Séra Guðmundur mun hafa átt upptökin að stofnun skólans, en báðir sóknarprestarnir voru við stofn- unina riðnir. Fáfræði var um þessar mundir mikil og lestrarkunnátta lítil. Árið 1744 voru alls 289 íbúar í Vestmannaeyjum, og voru 84 af þeim læsir, en 205 ólæsir. Annars staðar á landinu var þá nær helmingur læs. Frá stofnun þessa skóla segir Finnur Jónsson biskup í bréfi dags. 31. ágúst 1759 til kirkjuráðsins. Segir þar að skólinn hafi verið stofnaður árið 1745, og hafi þá verið leitað fjárloforða til hans, og var það endurnýjað 1750. Greiddust tekjur skólans meðan aflabrögð voru góð, en afli rýrnaði síðari árin og urðu þá slæmar heimtur á tillögunum. Þegar prestamir sáu, að erfitt mundi verða að halda skólarekstrinum áfram með frjálsum samskotum, fóru þeir þess á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.