Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1947, Side 101
MÁL OG MENNING 91 ekki góða mynd af ástandinu, en sýnir þó að ýmis þjóðleg fræði vilja menn lesa, efnið er undir niðri kunnugt hverjum lesanda, andi þess og jarðvegur sá er það hefur gerzt í, og krefst ekki mikilla heilabrota; sama gildir um Vatnajökul. Rit Jóhanns og þýðingar Magnúsar þykir fínt að eiga, og að lýsa því yfir að maður vilji ekki lesa slíkt, þorir helzt enginn að gera. Þrúgur reiðinnar og Austanvinda og vestan lesa menn sem reyfara, auk þess eru höf- undar þeirra frægir og úr Bandaríkjunum að mig minnir, og spillir það ekki til hjá sumum.“ Þessi fróðlegi bréfkafli gæti gefið ástæðu til lengri hugleiðinga en hár er rúm til að sinni. Það skal þó tekið fram að ég vona að bréfritarinn sé helzt til svartsýnn á hæfilcika félagsmanna til að lesa bækur sem krefjast nokkurrar umhugsunar. Tilgangur félagsins er einmitt að gefa út slíkar bækur sem hvetji lesendur til umhugsunar, hækur sem séu eitthvað meira en skemmtilestur, þó að með því sé ekki sagt að þær þurfi að vera ieiðinlegar. Hér á landi er nægi- lega mikið gefið út af lélegum reyfurum og lítt merkum skáldsögum sem ekkert skilja eftir í hugum lesenda að lestri loknum, nema ef til vill upplogna dag- drauma. Slíkar bækur hefur Mál og menning aldrei ætlað sér að gefa út, enda veit ég að það er ekki skoðun bréfritarans. Ilins vegar er mikil þörf á útgáfu fræðandi bóka um innlend efni og útlend — og í þeim flokki má telja góðar skáldsögur — en lestur slíkra bóka krefst alltaf nokkurrar fyrirhafnar, ef hann á að koma að fullum notum. Þó að mér detti ekki í hug að efast um að bréf- ritarinn greini rétt frá kvörtunum félagsmanna, trúi ég því í lengstu lög að þeir félagsmenn séu fleiri sem eitthvert gagn hafi haft af lestri a. m. k. sumra þeirra bóka sem hann telur hafa vakið mesta óánægjti. Væri fróðlegt að fá álit fleiri umboðsmanna og einstakra félagsmanna um þetta efni. Það er gömul reynsla að alltaf ber mest á þeim sem kvarta, en hinir sem ánægðir eru láta minna yfir sér. Hins vegar er ekki til neins að reyna að draga fjöður yfir það að margar fyrirætlanir stjórnarinnar liafa dregizt of mjög á langinn eða orðið að engu, en því veldur framar öllu mannfæð okkar íslendinga og annríki allra ritfærra manna. Handrit sem lofað hefur verið innan ákveðins tíma hafa oft látið híða lengi eftir sér, og þar sem sjaldnast er í annað hús að venda um hverja bók, er aðgerðum stjórnarinnar markaður bás. Hitt þarf enginn að ætla — þó að því hafi verið haldið fram á prenti — að stjórnin dragi félagsmenn á framhaldi félagsbóka af einskærri mannvonzku eða hirðuleysi. Bókaútgáfa á þessu ári. Fyrsta félagsbók ársins, Kjarnorka á komandi tímum, er nú komin til félagsmanna fyrir nokkru. Með þessari bók ætlaðist stjórn félagsins til að nokkuð yrði bætt úr brýnni þörf á alþýðlegri fræðslu um þá viðburði og þær uppgötvanir sem ef til vill eiga eftir að valda meiri aldahvörfum í sögu mannkynsins en flest annað. Um leið og þetta tímaritshefti kemur út fá félagsmenn næstu bók ársins, sem er skáldsagan Lífsþorsti eftir ameríska rithöfundinn Irving Stone, fyrra bindi. Síðara bindið verður félags-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.