Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 81
JÓN biskup Abason. Valur Gíslason sem Jón biskup; Armjís Björnsdóttir sem Helga
úr vinsælum bókum, endurminningum
Ciarence Days. Efnið er lítilvægt og
létt, og fyndnin góðlátleg og græsku-
laus; þar er lýst efnaðri fjölskyldu am-
erískri, heimilisfaðirinn er hlægilega
uppstökkur og ráðríkur um skör fram,
en þó ýmsum kostum búinn, konan guð-
hrædd og góð við alla, en kemur oftast
fram sínu máli að lokum. „Pabbi“ er
mjög alþýðlegt verk og dægrastytting í
bezta lagi, en virðist eiga það erindi
brýnast inn á svið þjóðleikhúsa að efla
fjárhirzluna. Alfreð Andrésson er ekki
nógu virðulegur pabbi, en sprenghlægi-
legur er leikur hans, og gæddur sérstæð-
um gáska og þrótti; Inga Þórðardóttir
er líka mjög skemmtileg í hlutverki
mömmu. Steindór Hjörleifsson er elzti
sonurinn af fjórum og vann sinn fyrsta
sigur. Leikstjórn Lárusar Pálssonar er
með ágætum, það er hraði, öryggi og
tindrandi fjör í þessum leik; en þess má
geta að þetta var eina viðfangsefnið sem
falið var hinum margsnjalla leikara og
leikstjóra á þessu skeiði leikársins.
Þá var sýnt nýtt leikrit íslenzkt, „Jón
biskup Arason“ eftir Tryggva Svein-
björnsson. Það var raunar frumsamið á
dönsku og áður sýnt í Konunglega leik-
húsinu, hér var það frumsýnt þann 7.
nóvember, þá er fjögur hundruð ár voru
liðin frá lífláti þjóðhetjunnar og sona
hans. Leikrit Tryggva er snoturlega
samið og skynsamlega, og þarfur boð-
skapur höfundarins og lofsverður til-
gangur hans; en hann veldur ekki hinu
stórfenglega efni, skortir nægilegt
ímyndunarafl, skarpskyggni og skáld-
lega innsýn. Mynd Jóns Arasonar verður
allt of svipdauf í höndum hans og harm-
saga þeirra feðga áhrifaminni en efni
standa til, honum tekst ekki að gæða