Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 18
8
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
búningsfundum nýrrar heimsstyrjaldar, og á hundrað ára afmæli þjóð-
fundarins fræga trampar erlendur hershöfðingi í íslenzkum stjórnar-
setrum. Sú auðstétt sem þjóðin hefur lagt sig undir hefur í feigðarflani
kippt undan íslandi þeim grundvelli sem velmegun þessarar aldar hef-
ur verið reist á fram að þessu. íslandi hefur á nýjan leik verið stolið
frá þjóðinni og lagt fyrir fætur erlendra drottnara til að traðka á eftir
vild sinni. Það er sú raun sem við eigum að horfast í augu við, þegar
við nú hefjum gönguna inn á braut síðara helmings tuttugustu aldar-
innar.
8
Margsinnis hefur í þessu tímariti verið bent á ástæðurnar til þess
sem hér hefur gerzt og varað við hverju óheillaspori sem stigið var og
sagt fyrir um þær afleiðingar sem verða mundu og einatt eru að koma
betur í ljós. En þessar orsakir verður líka sí og æ að rifja upp, þar
til þjóðin öll gerir sér grein fyrir þeim og tekur sig fram um að út-
rýma þeim og vinna land sitt aftur. Upptökin er að rekja til Kefla-
víkursamningsins 5. okt. 1946. Þá var að sól brá sumri á íslandi. Þá
var að tekin var upp sú utanríkisstefna sem þjóðinni hefur síðan stafað
öll ógæfan af. Það var hin nýja auðstétt á íslandi með valdi sínu yfir
borgaraflokkunum og málgögnum þeirra sem þá brást þjóðinni. Þegar
oddvitar hennar gengu til samninga við Bandaríkin um Keflavíkur-
flugvöllinn voru ástæðurnar tvenns konar, annars vegar gróðavonir af
hagsmuna- og verzlunartengslum við Bandaríkin og á hina hlið óttinn
við alþýðustétt íslands, auknar lífskröfur hennar og framsókn til
áhrifa á stjórnarfar landsins, en borgarastéttin sá í herstyrk Banda-
ríkjanna öflugan hakhjarl völdum sínum yfir alþýðu. Foringjum
hennar var það einkar ljóst sjálfum, þegar þeir gerðu þennan samning,
að þeir voru með honum að selja af hendi landsréttindi á Islandi og
grafa undan sjálfstjórn þess, því lýðveldi sem þeir áttu þátt í að endur-
reisa tveim árum áður. En þeir tóku vitandi vits hagsmuni sjálfra sín
og stéttar sinnar fram yfir framtíðarhagsmuni og sjálfstæði íslenzku
þjóðarinnar. A bak við þessa verzlun við Bandaríkin liggur jafnframt
önnur ástæða. Þessi borgarastétt sem ekki treysti sér til að halda völd-
um í landinu og fleyta nægan gróða nema með erlendum bakhjarli
hafði ekki heldur neina trú á lýðveldinu íslenzka, á skilyrðum þess til