Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 104
94
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
•að hafa glampað á góðmálm. Það hefur
fallið í hlut söguritarans að skipa efn-
inu niður, færa það saman, er saman átti,
sníða burt endurtekningar. Gegnum
verkið allt skynjar athugull lesandi haga
hönd þjálfaðs rithöfundar, sem kann að
setja saman bók. Satt er það, að þetta
verk sækir ekki meginstyrk sinn í fasta
byggingu, en mér er þó nær að halda, að
skipulegri heild hefði ekki verið unnt að
skapa úr jafn-sundurleitum efniviði og
þarna var fyrir hendi. Hitt er svo annað
mál, hvort ekki hefði að skaðlausu mátt
sleppa einhverju af sögum hins fjölvísa
■og skrafdrjúga öldungs. En hvað sem því
líður, þá hefur þessi þáttur verksins
hvorki verið fljótunninn né vandalaus.
Annað höfuðverkefni söguritara er hið
ytra snið frásagnarinnar, áferðin, mál og
stfll. Víst er það auðsætt, að hann gerir
sér allt far um að láta hinn munnlega
frásagnarstfl sögumanns njóta sín sem
bezt. En hitt liggur eigi að síður í aug-
um uppi, að verk eins og þetta hlýtur að
bera höfundi sínum (þ. e. söguritara)
margháttað vitni um stfl og ritsnið.
Kunnáttu og gáfum Þórbergs Þórðar-
■sonar á því sviði þarf ekki að lýsa. Það
þekkir hver læs Islendingur.
Þá er þessu verki lokið og bókmenntir
okkar einu merkisriti auðugri. Okkur
samtíðarmönnum þykir það bæði nýstár-
legt og skemmtilegt, en samt grunar okk-
ur, að það muni þykja enn girnilegra til
fróðleiks, er stundir líða. Það hefur tek-
ið höfundinn langan tíma, sem von er til
um slíkt risaverk. Má og vera, að það
hafi gripið hann svo föstum tökum, að
honum veitist erfitt að hrista það af sér
og byrja á nýju. Það mun honum þó tak-
ast, og þá getur hann horfið aftur að
sinni eigin æfisögu. Hann hefur þegar
gefið okkur ýmsa þætti úr henni, í Bréfi
til Láru, íslenzkum aðli, Ofvitanum og
nokkrum ritgerðum á víð og dreif. Þeir
þættir hafa verið þannig vaxnir, að þeir
hafa æst upp í okkur löngun í meira. Svo
er hamingjunni fyrir að þakka, að þótt
Árni prófastur sé liðinn, þá er frásagnar-
listin ekki útdauð á Islandi. Enn eru hér
moldu ofar menn, sem búa yfir þeirri
snilligáfu, þeirri einurð og frumlegri
hreinskilni, sem þarf til þess að skapa
merkileg verk.
Til eru þeir, er sjá ofsjónum yfir því,
að Þórbergur Þórðarson skuli hafa eytt
hátt upp í áratug af æfi sinni til þess að
færa i letur sögu Árna klerks. Það skal
þó ekki harmað, þar sem árangurinn er
jafnglæsilegur og raun ber vitni. En þótt
sjálfsæfisaga Áma Þórarinssonar í þeim
búningi, sem hún hefur hlotið, sé stór-
mikill fengur íslenzkum bókmenntum,
munu margir vænta þess, að sjálfsæfi-
saga Þórbergs Þórðarsonar, ef skrifuð
yrði, myndi reynast enn stærri viðburð-
ur í bókmenntasögunni.
Á.H.
Steinn Steinarr:
100 kvæði.
Snorri Hjartarson valdi kvæðin.
Útgefandi: Helgajell, Rvík 1949.
Þetta er ein þarfasta ljóðabók, sem út
hefur komið á seinni árum. Þær fjórar
ljóðabækur, sem áður höfðu komið út
eftir Stein, eru uppseldar, sumar ófáan-
legar með öllu, en aðrar til hjá einstaka
fornsala, og ljóð hans hvergi aðgengileg
almenningi. Hins vegar hafði Steinn
Steinarr unnið sér þá viðurkenningu sem
skáld, að mörgum lék liugur á að kynn-
ast ljóðum hans fleirum en þeim, sem