Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 27
HVAR STENDUR ÍSLAND?
17
þjóð sem Islendinga við ofurefli að etja, en slíkt hið sama þótti forfeðr-
um okkar framan af í sjálfstæðisbaráttunni við Dani, en Jón Sigurðs-
son og aðrir brautryðjendur kenndu þeim einurðina og að skilja og
meta styrk sinn. Hver þjóð sem stendur á rétti sínum er sterk, og fá-
sinna að þora ekki að halda honum fram við hvern sem er. Við höfum
beðið ósigur í svipinn eingöngu vegna þess að auðstéttin brást sjálf-
stæðismálum þjóðarinnar og gekk í lið með Bandaríkjastjórn gegn ís-
lendingum. Ef þjóðin einangrar auðstéttaröflin og sviptir þau áhrifum,
er þar með höggvið á vald Bandaríkjanna yfir íslandi. Og hversu vold-
ug eru þau sjálf, þau Bandaríki sem halda á lofti svipu kúgunar yfir
öðrum þjóðum? Ekki voldugri en aðstaða auðvaldsins í heiminum,
ekki voldugri en það að þau eru á flótta undan kreppu og hruni heima
hjá sér, svo að heimsvaldastefnan, herstöðvakröfurnar, marshallað-
stoðin, atlantshafsbandalagið, hernaðarbröltið allt er ekki aðeins-
gróðabrask og valdagirni, heldur og feigðarganga skipulags sem óttast
örlög sjálfs sín. Og hvert er hið styrka bandalag og gróna vinátta
þeirra ríkja sem eins og í háðs skyni kalla sig frjálsar þjóðir? Ekkí
þurfti nema fyrstu ósigra Bandaríkjanna í Kóreu til að ljósta upp um.
heilindi þeirra við þau. Þær bíða allar færis að höggva af þá hönd sem
rétt hefur þeim mútuféð undanfarin ár. Bandaríkin fá bitra reynslu af
því að þjóðir verða ekki keyptar fyrir dollara. Auðskipulagið er ekki
lengur hið sterka afl í heiminum, þó að það geti um skeið beitt þjóðir
hörðum tökum. Við heyjum sjálfstæðisbaráttu okkar nú við nýjar að-
stæður, þjóðlegar og alþjóðlegar. Við erum í dag rík þjóð, búin dáð-
um og hæfileikum, með beztu lífsskilyrði og dýrmætan arf þar sem er
menning okkar og sigur þjóðfrelsis undan nýlenduoki. ísland býður
þjóðinni auð og hamingju. Alþýða landsins þráir það eitt, eins og ný-
sköpunarárin sýndu, að fá að beita kröftum sínum til djörfustu fram-
kvæmda. Framvinda tímans er samherji okkar, verkalýðsstéttin um
öll lönd, einnig Bandaríkjanna, allt mannkyn sem berst fyrir friði og
betra heimi. Við lifum enn á nýju vori eins og á dögum Jónasar Hall-
grímssonar, með bjarta sumardrauma nýrra þjóðfélagshátta fyrir aug-
um. Jörðin og vísindin bjóða allsnægtir og fegurð hverri þjóð sem hef-
ur skilning, vit og áræði til að rétta út hönd eftir gæðum lífsins.
Oldin sem við lifum á er að leggja grundvöll að þeirri hamingju sem
verið hefur draumur mannkynsins frá alda öðli. Fyrir sjónum blasir nýr
Timarit Máls og menningar, 1. h. 1951 2