Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 75
BOFADROTTNINGIN 65 Meðan þessu fór fram var óaldarflokkurinn hættur að ofsækja okkur. Við fórum út alein og vorum óhult. Matsveinninn fullvissaði mig um að hann hefði ekki dregið neitt úr frægðarorði því sem af mér fór fyrir að vera orðhákur og tígulsteinaslöngvari. Við urðum því ekki fyrir neinum óþægindum þegar við fórum inn í aðalgötur og hjágötur hverfisins til að bjóða börnum heim á trúboðasetrið næsta dag klukkan þrjú síðdegis til að skoða furðuverkið sem við höfðum útbúið. Við vorum svo hyggin að segja þeim að þau mundu fá eitthvað að éta. Næsta dag um þrjúleytið var allt tilbúið. Á lágsvölunum glitruðu blómin okkar í allri sinni dýrð. Á borði stóðu tepottar og kínverskir tebollar, á öðru voru stórar skálar með brauð og kökur. Flokkurinn, með bófadrottninguna í fararbroddi, kom í sæmilegri reglu og við rákum hann eins og fjárhóp að borðinu. Þar úðuðu krakk- arnir í sig brauðinu og hvolfdu í sig teinu. Síðan, að afstöðnum skemmtigöngum um garðinn og nokkrum frjálsum áflogum fimm eða sex yngstu lautenantanna í flokknum, ávarpaði systir mín hin forviða börn. Hún sagði þeim að við vissum að þau værú ekki vond börn, að þau þráðu fagurt líferni og að við óskuðum þess heitt að líf þeirra mætti verða fagurt. Þess vegna hefðum við útbúið gjafir handa þeim og við vonuðum að þær mættu stuðla að varanlegri vináttu milli okkar og þeirra. Eftir þessa hjartnæmu ræðu stamaði ég fram nokkrum ráðlegging- um viðvíkjandi hirðingu á blómunum. Systir mín lauk síðan máli sínu með því að segja að við vonuðum að sjá þau bráðum aftur og við mundum heimsækja þau og líta eftir hvernig blómin þeirra döfnuðu. Við gáfum hverju barni einn blómapott og bófadrottningunni tvo til að heiðra hana sérstaklega. Þegar þeirri athöfn var lokið fylgdum við börnunum að garðshlið- inu, bófadrottningin gekk í fylkingarbrjósti með sinn blómapottinn í hvorri hendi. Við hliðið sneri hún sér að okkur og brosti og hneigði sig, og öll börnin léku þetta eftir henni eftir beztu getu. Hún gekk há- tignarlega fyrir flokknum út á brúna en við stóðum í hliðinu og horfð- um á. Hjörtu okkar voru barmafull af kærleika til mannkynsins. Þegar bófadrottningin var komin út á miðja brúna rétti hún út frá Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1951 5 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.