Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 126
116
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sérstaklega að takmarki, að gefa almenningi kost á að eignast úrvals bókmenntir
við svo lágu verði, að viðráðanlegt væri. Jafnframt áttu þessi samtök að tryggja
bókaútgáfunni það stóran lesendahóp, að hún nyti nauðsynlegs öryggis til starf-
semi sinnar.
Með þessari útgáfustarfsemi var sótt fram í áttina að því marki, að þjóðin bæri
það nafn með rentu að vera kölluð bókhneigð þjóð.
Brautryðjendur félagsins voru í hópi þeirra hugsjónamanna, sem þjóð vor á mest
að þakka. Það voru menn, sem ekki gátu horft upp á það, að rotnun kreppuþjóð-
félagsins læsti sig svo í íslenzka bókmenningu, að menningarafrek þjóðarinnar
stöðnuðu eða innfúnuðu. Þeir fundu að hér var þörf á „vakandi önd“ til þess að
verja andlegt fjöregg þjóðarinnar, vemda menningararf hennar og spyma gegn
því, að hún veslaðist upp af því andlega tröllamjöli, sem heimsafturhaldið sáld-
aði þá „vítt of veröld alla“ yfir hvem frjálsan gróðuranga, sem gerði tilraun til
að þroskast og bera ávöxt mitt á fimbulvetri fjárskorts og þrenginga.
Stofnendumir ætluðu útgáfunni mikið hlutverk. Stórhugurinn minnti á Fjölnis-
menn. Draumar hrautryðjendanna voru auðvitað miklu stærri en möguleikar urðu
á að íklæða veruleika á skömmum tfma. Þeir vildu helzt taka til meðferðar sem
flestar bókmenntagreinar árlega.
En hversu háleitar hugsjónir, sem forvígismennirnir hafa átt, hlaut tíminn einn
að skera úr um það, hvert gildi þær hefðu í sér fólgið eða hversu haldgóðar þær
reyndust, er til framkvæmdanna kom.
Mál og menning hlaut líka brátt sína eldskírn. Andstæðingar þess, botnlanga-
totur hins alþjóðlega auðvalds, áhangendur auðsáróðursins, ráku upp ramakvein.
Hér var hætta á ferðum. Hér gat verið í uppsiglingu áróður, sem banvænn gæti
reynzt hinum heilaga auðsáróðri. Nú var mikið að gera og feikn í húfi, velferð hins
íslenzka afturhalds eða ríflega það. Andstæðingarnir stofnuðu til samtaka gegn
hinu nýja félagi og sögðu því stríð á hendur leynt og ljóst. Mál og menning hafði
hafið það merki, sem fallið var, að efna til landssamtaka um víðtæka bókaútgáfu.
Til þess að undirbjóða Mál og menningu tóku andstæðingarnir að gefa lands-
fólkinu bækur, og gera annað, sem í þeirra valdi stóð til að koma félaginu á kné.
Það, sem fyrir andstæðingum félagsins hefur vakað, hefur vafalaust verið ein-
okun andlegra verðmæta fremur en öfund eða fordild. En hvað um það; þessu
stríði lyktaði, sem kunnugt er, mjög líkt og stríði nazismans gegn frelsisunnandi
þjóðum heims.
Einokunarsinnar andlegra verðmæta koma og fara, en Mál og menning lifir.
Aðrir og alvarlegri örðugleikar en að framan ræðir hafa orðið á vegi félagsins.
Á ég þar við stríðið og stríðsgróðann. Félagið Mál og menning var stofnað á
þrengingatímum, eins og áður er sagt. Má því merkilegt heita, að það skyldi lifa
af stríðsgróðatímabilið. „Það þarf sterk bein til að þola góða daga“. Allar áætlan-
ir bæði um efni og fjármagn rugluðust auðvitað geysilega á þeim tímum. Útgáfu-
starfsemi var stórum kostnaðarsamari en áður og bækur hraðstigu í verði. Hins
vegar var félagið trútt stefnumarki sínu, því, að gefa út bækur við kostnaðarverði
En sökum hins lága árgjalds varð að draga útgáfuna dálítið saman frá því sem vai