Tímarit Máls og menningar - 01.03.1951, Blaðsíða 73
BÓFADROTTNINGIN
63
hans, upp við vegg þar sem faðir minn gat ekki heyrt til þeirra. Þegar
matsveinninn sá hvað í aðsigi var lagði hann til atlögu: Hvaða rétt
hafði þessi kjaftfora stelpa til að vera í garðinum og skemma blómin?
Hann efaðist ekki um að húsbóndi lians mundi fara í mál, og fengi
hann ekki dæmdar þær bætur sem hann krefðist mundi hann senda tutt-
ugu amerísk herskip upp Vangpúfljótið og láta þau skjóta alla Mór-
berjagötu niður til helvítis.
Stuðningsmönnum bófadrottningarinnar féll allur ketill í eld, þeir
gátu aðeins bent á það að stúlkan hefði verið meidd.
Víst var hún meidd og það með réttu, fussaði matsveinninn, hún
hafði áreiðanlega svívirt drenginn í orðum.
Það gat hugsazt, viðurkenndu nágrannarnir, en stúlkan hafði sagt
að hinn litli hvíti djöfull væri sjálfur meistaralegur skammakjaftur.
Matsveinninn glotti. Því ekki það? Það væri gott að þau fengju að
vita það strax að hinn göfugi sonur í þessu húsi væri einkasonur einka-
sonar bróðursonar forseta Bandaríkjanna og frændi Englandskonungs,
og þó hann væri ef til vill ekki mikill fyrir mann að sjá væri hann samt
gæddur ágætum hæfileikum til að koma fyrir sig^ skammaryrðum og
hefði tungu úr fimmklóuðum dreka. Hann gæti bætt því við, sagði mat-
sveinninn, að fjölskyldan væri framúrskarandi fín og auðug, svo rík
að hún gæti séð af tveimur píkúlum af hýðislausum hrísgrjónum á tíu
vikum án þess henni yrði nokkuð um það.
Það er mjög athyglisverð upplýsing, sögðu fulltingismennirnir.
Ef þeim fannst það, sagði matsveinninn, þá væri bezt fyrir þá að
hugsa um það í tíma, nema þeir kysu heldur hin tuttugu herskip. Hvað
snerti hann sjálfan og konu hans hefðu þau engan tíma til að hanga
yfir götuskríl, þau yrðu að flýta sér inn í húsið og sefa hinar særðu
tilfinningar hins unga göfuga herra.
Stuðningsmennirnir flýttu sér að hafa tal af móður bófadrottningar-
innar. Matsveinninn og fóstran komu inn í eldhúsið. Hann drap tittl-
inga framan í mig en hún fór að ná mér í hrein nærföt. Við sáum ráð-
stefnunni slitið. Höfuðið á bófadrottningunni var fagurlega skreytt
sáraumbúðum. Foreldrar hennar og nágrannar hneigðu sig fyrir föður
mínum og þökkuðu honum fyrir hina höfðinglegu gjöf á meðölum og
umbúðum. Faðir okkar kom inn þreyttur en rólegur og við urðum öll
fegin málalyktum. Móðir mín átti í erfiðleikum með búreikningana um